Mikill eldur í fiskeldisstöð

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á upptökum eldsvoðans og …
Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á upptökum eldsvoðans og er nú við störf á vettvangi. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Um þrjá­tíu slökkviliðsmenn frá Bruna­vörn­um Árnes­sýslu börðust við eld í nótt í húsi fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is við Núpa í Ölfusi. Ná­granni til­kynnti um reyk og eld um klukk­an hálf eitt. Í hús­inu sem eld­ur­inn kom upp í er klak­stöð og seiðaeldi. Slökkviliðinu tókst að koma í veg fyr­ir að eld­ur­inn breidd­ist út í nær­liggj­andi hús og var búið að slökkva hann á fjórða tím­an­um í nótt. 

Vís­ir greindi fyrst frá mál­inu í ít­ar­legri frétt í nótt. Þar kem­ur fram að um hús­næði Íslands­bleikju/​Silf­ur­lax sé að ræða.

„Það var ekk­ert fólk á staðnum þegar eld­ur­inn kom upp, all­ir starfs­menn voru farn­ir heim, en það er full starf­semi, meðal ann­ars seiðaeldi, í gangi í þess­ari stóru skemmu sem kviknaði í,“ seg­ir Hauk­ur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Bruna­varna Árnes­sýslu og bæt­ir við: „Fisk­arn­ir voru lif­andi þegar við kíkt­um á þá síðast.“

Í skemmunni eru eldiskör. Þakið hrundi að hluta í nótt …
Í skemm­unni eru eld­iskör. Þakið hrundi að hluta í nótt þar sem eld­ur­inn var mest­ur. mbl.is/​Sig­mund­ur Sig­ur­geirs­son

Eld­ur kom upp um þakið

 Hauk­ur seg­ir að þegar slökkviliðsmenn komu á vett­vang hafi mátt sjá tölu­verðan reyk og eld koma upp í gegn­um þakið. „Þetta var al­veg snúið verk­efni, við þurft­um að kom­ast í vatn, eins und­ar­lega og þá hljóm­ar á þess­um stað. Við vor­um með kerr­ur með slöng­um og dæl­um, sem við not­um fyr­ir gróðurelda, og náðum að kom­ast í vatn, svona um 100 metra frá.“

Eitt af því sem þurfti að gæta að var að súr­efni er dælt í vatnið þar sem seiðin eru og þurftu starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins, sem komu fljót­lega á vett­vang, að skrúfa fyr­ir það. „Súr­efni er ekki eitt­hvað sem við vilj­um hafa mikið af þegar við erum að slökkva eld, það nær­inn eld­inn,“ seg­ir Hauk­ur.

Hann seg­ir að svo vel hafi viljað til að milt veður hafi verið í nótt sem gerði slökkvi­starfið auðveld­ara. 

Eld­ur­inn var all­an tím­ann bund­inn við eina bygg­ingu. Þak henn­ar hrundi að hluta í nótt þar sem mesti eld­ur­inn var en húsið stend­ur enn að sögn Hauks. Hann seg­ist gera ráð fyr­ir að um stór­tjón sé að ræða.

Lög­regl­an á Sel­fossi mun fara með rann­sókn á elds­upp­tök­um.

mbl.is