Tjónið að Núpum mikið

00:00
00:00

Odd­ur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi seg­ir rann­sókn á brun­an­um í fisk­eldi Sam­herja við Núpa í Ölfusi komna af stað og Mann­virkja­stofn­un og tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu eru kom­in á vett­vang. Slökkvistarf gekk vel en ljóst er að tjón er mikið, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.

Þakið var rofið til að ná hitanum og reyknum út.
Þakið var rofið til að ná hit­an­um og reykn­um út. mbl.is/​Sig­mund­ur G. Sig­ur­geirs­son

Lög­regla hef­ur staðið vakt við húsið frá því eld­ur­inn var slökkt­ur, en Odd­ur seg­ir að rekstr­araðili fisk­eld­is­ins hafi fengið leyfi til að fara inn í húsið til að reyna að bjarga fiski.

Fiskeldisstöðin var í fullri notkun.
Fisk­eld­is­stöðin var í fullri notk­un. mbl.is/​Sig­mund­ur G. Sig­ur­geirs­son

Aðspurður seg­ir Odd­ur rann­sókn­ina of skammt á veg komna til að hægt sé að full­yrða um upp­tök elds­ins en ekki sé grun­ur um refsi­verða hátt­semi. Hann á von á að rann­sak­end­ur verði á vett­vangi fram eft­ir degi. „Þeir verða ör­ugg­lega eitt­hvað að gramsa fram­eft­ir. Oft taka menn með sér muni sem þeir þurfa síðan að skoða á rann­sókn­ar­stofu,“ seg­ir Odd­ur.

Eng­inn var á staðnum þegar slökkviliðið var kallað á vett­vang um klukk­an hálfeitt í nótt en ná­granni húss­ins hafði orðið elds­ins var og til­kynnt hann til Neyðarlínu.

Svona var umhorfs á Núpum á níunda tímanum í morgun.
Svona var um­horfs á Núp­um á ní­unda tím­an­um í morg­un. mbl.is/​Sig­mund­ur G. Sig­ur­geirs­son
mbl.is