240 bátar lönduðu umfram heimild

Eftirlitsmenn Fiskistofu vigta afla strandveiðibáta í Norðurfirði á Ströndum.
Eftirlitsmenn Fiskistofu vigta afla strandveiðibáta í Norðurfirði á Ströndum. mbl.is/Árni Sæberg

Strandveiðin er komin vel af stað á þessu sumri og hafa tilkynningar um umframafla nú verið sendar út til útgerða, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Alls lönduðu 240 bátar afla umfram heimild og gerir stofnunin ráð fyrir að álagning vegna þessa muni hljóða upp á rúmar 5,3 milljónir króna, sem renni beint í ríkissjóð.

Bendir stofnunin á að allur umframafli sé ólögmætur sjávarafli en dragist þó engu að síður frá þeim 10.200 tonnum sem úthlutað var til strandveiða þetta sumarið.

Hér að neðan má sjá lista yfir þá báta sem mest lönduðu umfram heimild í maímánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: