Niðurrif hafið á brunarústum fiskeldisins á Núpi

Bruni í Fiskeldi Samherja að Núpi í Ölfusi.
Bruni í Fiskeldi Samherja að Núpi í Ölfusi.

„Við erum að rífa og hreinsa og þetta geng­ur bara ágæt­lega,“ sagði Jón Kjart­an Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Sam­herja fisk­eldi, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hús­næði fyr­ir­tæk­is­ins brann í elds­voða aðfaranótt miðviku­dags­ins síðasta. Fyr­ir­tækið hef­ur fengið bruna­vett­vang­inn af­hent­an og hafið þar vinnu. „Það er fólk hérna í hreins­un­ar­starfi og gjör­gæslu með seiðin sem sluppu lif­andi,“ seg­ir Jón Kjart­an, en eitt kerið bráðnaði í eld­in­um og seiðin í því dráp­ust.

„Ég get ekki tjáð mig um það núna, málið er í eðli­leg­um far­vegi hjá lög­regl­unni og við þurf­um að átta okk­ur á um­fangi tjóns­ins fyrst,“ sagði Her­mann Björns­son, for­stjóri Sjóvár, aðspurður hvort til­efni væri til að gefa út af­komu­viðvör­un hjá trygg­inga­fé­lag­inu vegna brun­ans í fisk­eldi Sam­herja á Núpi í Ölfusi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: