Sjóvá sendir út afkomuviðvörun vegna brunans

Sjóvá-Al­menn­ar trygg­ing­ar hafa sent út af­komu­viðvör­un vegna brun­ans í fisk­eld­is­stöðinni á Núp­um í Ölfusi. Sjóvá gerði ráð fyr­ir 97% sam­settu hlut­falli á öðrum árs­fjórðungi og 96% fyr­ir árið 2018. Sagðist fé­lagið ætla að til­kynna ef frá­vik frá horf­um yrði um­fram 5% í sam­settu hlut­falli inn­an fjórðunga. 

„Í kjöl­far bruna hjá viðskipta­vini Sjóvár í fisk­eld­is­stöð á Núp­um í Ölfusi aðfaranótt miðviku­dags­ins 27. júní sl. er ljóst að sam­sett hlut­fall ann­ars árs­fjórðungs verður hærra en ráð var fyr­ir gert og stefn­ir í að verði um 106%,“ seg­ir í af­komu­viðvör­un­inni. 

Þar seg­ir jafn­framt að frá­vikið sé ekki aðeins til komið vegna þessa eina tjónsat­b­urðar held­ur skýrist jafn­framt af bruna í Miðhrauni í byrj­un apríl sem upp­lýst var um í fjár­festa­kynn­ingu 14. maí sl. Áhrif þess­ara tveggja tjóna eru tal­in um 9 pró­sentu­stig til hækk­un­ar á sam­settu hlut­falli fjórðungs­ins.

„Í ljósi of­an­greinds eru horf­ur fyr­ir sam­sett hlut­fall árs­ins 2018 nú um 98%. Nú þegar fjórðung­ur­inn er að klár­ast er ljóst að af­koma af skráðum hluta­bréf­um verður nei­kvæð og af­koma af fjár­fest­inga­starf­sem­inni í heild jafn­framt nei­kvæð og því tölu­vert und­ir vænt­ing­um.“

Upp­færðar horf­ur fyr­ir sam­sett hlut­fall og af­komu árs­ins 2018 verða kynnt­ar á af­komukynn­ingu fé­lags­ins fyr­ir ann­an árs­fjórðung 23. ág­úst.

mbl.is