Kreppir að hjá smærri fyrirtækjum

„Miðað við verð á kvóta undanfarin misseri held ég að …
„Miðað við verð á kvóta undanfarin misseri held ég að þessar minnstu útgerðir nái alveg að bjarga sér með sölu aflaheimilda,“ segir Gunnar. mbl.is/Golli

Lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi glíma við erfitt rekstr­ar­um­hverfi, ekki síst eft­ir að ekki rætt­ist úr frum­varpi at­vinnu­nefnd­ar um end­urút­reikn­ing veiðigjalda. Þetta seg­ir Gunn­ar Gísla­son, viðskipta­stjóri hjá Ari­on banka.

„Ástandið er einkum erfitt hjá þeim sem eru ekki með afla­heim­ild­ir og þurfa því að kaupa fisk á markaði. Þar geng­ur erfiðlega, bæði út af erfiðara aðgengi að afla­heim­ild­un­um og einnig vegna þess að laun hafa hækkað um­tals­vert á síðustu árum. Þá þurfa menn að bregðast við, ým­ist með frek­ari tækni­væðingu eða sam­ein­ingu fyr­ir­tækja, nema hvort tveggja sé,“ seg­ir Gunn­ar Gísla­son, viðskipta­stjóri hjá Ari­on banka, sem ann­ast fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi.

„Víða reyna menn nú að finna leiðir til hagræðing­ar, þar sem í alþjóðlegri grein eins og sjáv­ar­út­vegi reyn­ist fyr­ir­tækj­um erfitt að koma hækk­un­um á rekstr­ar­kostnaði út í sölu­verð á mörkuðum,“ seg­ir Gunn­ar og bend­ir á hækk­andi launa­kostnað hér­lend­is sem dæmi um áhrifa­vald.

Þungt yfir grein­inni

„Vinnu­laun­in eru tölu­vert dýr­ari í fisk­vinnslu núna en und­an­far­in ár, og menn vita það.“ Mat­væla­vinnsla geti í aukn­um mæli færst héðan af landi og til Pól­lands, þar sem laun þarlends verka­manns séu á við tæp­lega þriðjung launa ís­lensks verka­manns fyr­ir sama starf. „Vinnu­laun­in, hrá­efnið og flutn­ing­ur afurðanna; þetta er allt mun ódýr­ara þar en hér.“

Al­mennt seg­ir hann að mjög þungt sé yfir grein­inni. Já­kvæð þróun á mörkuðum með auka­af­urðir síðustu mánuði hafi þó komið ýms­um fyr­ir­tækj­um til aðstoðar.

„Markaðir eins og Níg­er­ía hafa lag­ast mjög hratt und­an­farna mánuði. Það selst allt sem þangað fer og manni heyr­ist sem verð hafi hækkað, sem eru góðar frétt­ir. Það var mik­ill skell­ur fyr­ir marga þegar sá markaður lokaðist eig­in­lega að öllu leyti fyr­ir um einu og hálfu ári. En hækk­andi launa- og rekstr­ar­kostnaður étur það ef til vill upp.“

Veiðigjöld og hækkandi rekstrarkostnaður eru sögð valda meiri samþjöppun í …
Veiðigjöld og hækk­andi rekstr­ar­kostnaður eru sögð valda meiri samþjöpp­un í at­vinnu­grein­inni. mbl.is/​Golli

Mik­il hreyf­ing verði í haust

Gunn­ar seg­ir að fólk í at­vinnu­grein­inni fagni vita­skuld þeirri ákvörðun sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að fylgja ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og hækka afla­heim­ild­ir í þorski, ýsu og ufsa meðal ann­ars.

„Það er þá meira magn af fiski. Þetta selst allt. Afla­heim­ild­ir ganga hins veg­ar kaup­um og söl­um hjá þess­um litlu og meðal­stóru út­gerðum. Veiðigjöld­in koma virki­lega illa við þær nú þegar krepp­ir að, enda urðu marg­ir fyr­ir von­brigðum þegar Alþingi neitaði að samþykkja frum­varp um end­urút­reikn­ing veiðigjald­anna fyrr í mánuðinum.“

Býst hann við því að mik­il hreyf­ing verði á afla­heim­ild­um í haust vegna þessa. „Maður velti því fyr­ir sér á síðustu Sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni, hvort að á næstu sýn­ingu yrðu mun færri fyr­ir­tæki vegna samþjöpp­un­ar og sölu á afla­heim­ild­um frá minni út­gerðum til þeirra sem stærri eru. Þetta verður þungt ár í rekstri fram und­an fyr­ir marga, nema menn ráði við að fjár­festa enn meira í tækn­inni, því það er það sem gild­ir. Ann­ars verða menn bara und­ir.“

Agn­arsmá í stóra sam­heng­inu

Veiðigjöld­in hafi þannig þau áhrif, auk hækk­andi rekstr­ar­kostnaðar, að samþjöpp­un sé og verði mun meiri í at­vinnu­grein­inni en ella.

„Þess­ar meðal­stóru út­gerðir vilja bæta við sig kvóta, það er það sem maður heyr­ir; þær vilja nýta hús­in sín og tæk­in bet­ur. Þær munu þá lík­ast til fá kvóta frá þeim minnstu. Og þegar veiðigjöld­in skella á mönn­um sem eru kannski aðeins með hundrað tonna kvóta, er þá von að þeir spyrji sig hvort ekki sé best að selja og hætta þessu streði? Við erum líka svo agn­arsmá í stóra sam­heng­inu, þegar litið er til er­lendra markaða, og það ger­ir það að verk­um að menn verða að vera vel vak­andi ef ekki á að fara illa. Mín til­finn­ing er því sú að út­gerðum og fisk­vinnsl­um muni ein­ung­is fækka þegar fram líða stund­ir, og að þær stækki um leið.“

Gunnar segir það ljóst að ekki muni allir ráða við …
Gunn­ar seg­ir það ljóst að ekki muni all­ir ráða við að greiða yf­ir­vof­andi veiðigjöld. mbl.is/​Golli

Stór­skrýtið að reka sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki á Íslandi

„Miðað við verð á kvóta und­an­far­in miss­eri held ég að þess­ar minnstu út­gerðir nái al­veg að bjarga sér með sölu afla­heim­ilda,“ seg­ir Gunn­ar, spurður hvort út­lit sé fyr­ir að marg­ar út­gerðir stefni í gjaldþrot á næstu mánuðum. „Ekki nema all­ir ætli sér að selja kvót­ann sinn á sama tíma.“

Hann seg­ir það ljóst að ekki muni all­ir ráða við að greiða yf­ir­vof­andi veiðigjöld. „Hvort sem þau eru raun­hæf eða ekki, það er ann­ar kafli út af fyr­ir sig. En eins og staðan er í dag þá eru þau þarna og þá verða menn að vinna með þeim, á meðan þeim er ekki breytt,“ seg­ir Gunn­ar.

„Von­andi finnst lausn á þeim sem fyrst, þetta er auðvitað stór­skrýtið að reyna að reka sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki á Íslandi, þú veist aldrei hvað stjórn­völd ætla að gera næst. Það er ekki ýkja gott rekstr­ar­um­hverfi en það já­kvæða er að ís­lensku fiski­stofn­arn­ir virðast vera í góðu ástandi og fisk­ur­inn er að selj­ast.“

mbl.is