„Eftirlitskerfið er í molum“

Kvíar Fiskeldis Austfjarða.
Kvíar Fiskeldis Austfjarða. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Þetta er eins og að próf­laus maður keyri bíl al­veg átölu­laust. Það má hver sem er keyra bíl en maður þarf þó próf til að keyra.“ Þetta sagði Gunn­laug­ur Stef­áns­son, formaður Veiðifé­lags Breiðdæla, um lax­eldi sem viðgengst nú í opn­um sjókví­um á veg­um Fisk­eld­is Aust­fjarða ehf. í Beruf­irði.

Veiðifé­lag Breiðdæla hélt aðal­fund sinn í Eyj­um í Breiðdal á föstu­dag­inn síðastliðinn og sendi í kjöl­farið frá sér kröft­ug mót­mæli gegn eld­isiðju Fisk­eld­is Aust­fjarða og Laxár Fisk­eld­is ehf. Jafn­framt skoraði fé­lagið á stjórn­völd að grípa til aðgerða gegn þeim og hafa sjón­ar­mið um nátt­úru­vernd að leiðarljósi.

Í álykt­un veiðifé­lags­ins kem­ur fram að eld­isiðjan í Beruf­irði starfi án stöðvar­skír­tein­is auk þess sem búnaður henn­ar og um­gjörð bygg­ist á und­anþágum frá göml­um regl­um, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: