Mega banna plastpoka með lögum

00:00
00:00

Um­hverf­is­ráðherra Chile hef­ur blásið til vit­und­ar­vakn­ing­ar þar sem neyt­end­ur eru hvatt­ir til að nota marg­nota poka við inn­kaup. Hæstirétt­ur lands­ins hef­ur nú einnig gefið grænt ljós á ný lög sem banna versl­un­um að láta viðskipta­vini sína hafa plast­poka und­ir vör­urn­ar. 

Þegar lög­in hafa tekið gildi verður Chile fyrsta land Suður-Am­er­íku til að inn­leiða slíkt bann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina