Bátum fækkað um helming

Elías segir veiðina hafa gengið ágætlega að undanförnu.
Elías segir veiðina hafa gengið ágætlega að undanförnu. mbl.is/Sigurður Bogi

Um tíu bát­um er um þess­ar mund­ir róið til strand­veiða frá Norðurf­irði, eða um helm­ingi færri en síðustu tvö ár. Þetta seg­ir Elías S. Krist­ins­son, sem ger­ir bát­inn Þyt út frá Norðurf­irði.

„Veðrið hef­ur verið ágætt, það hef­ur verið ríkj­andi vestanátt í sum­ar en þetta hef­ur verið allt í lagi,“ seg­ir Elías þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans að morgni miðviku­dags, en þá hafði hann lokið veiði dags­ins klukk­an tíu að morgni. „Það er ágæt­is fiskirí og þetta er allt að lag­ast sýn­ist mér, fisk­ur­inn er far­inn að ganga í fló­ann.“

Fisk­ur­inn geng­ur jafn­an síðar á veiðislóðum Stranda­manna og því leist mörg­um illa á breyt­ing­ar á strand­veiðikerf­inu, sem gerðar voru með frum­varpi at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is í vor. Með frum­varp­inu var skipt­ing afla til strand­veiða á fjög­ur svæði eft­ir lands­hlut­um af­num­in, en hún hafði verið við lýði allt frá því strand­veiðarn­ar hófu göngu sína árið 2009.

Áhyggj­urn­ar mikl­ar í vor

Svæðaskipt­ing­una seg­ir Elías „galið fyr­ir­komu­lag“, þegar litið sé til þess að all­ir strand­veiðimenn lands­ins gangi á sömu afla­heim­ild­ir.

„Menn eru kannski að mokveiða fyr­ir vest­an en á sama tíma get ég ekki farið vest­ur fyr­ir Horn til að veiða,“ seg­ir hann. Áhyggj­ur af þessu voru enda mikl­ar við upp­haf strand­veiðanna í vor:

„Nú er kom­inn heill pott­ur fyr­ir allt landið, og það sem við hræðumst­um hérna á B-svæðinu, og ég veit að fleiri hræðast líka, er þessi mikli sókn­arþungi á A-svæðinu og gott fiskerí þar. Okk­ar mar­tröð væri sú að heild­arpott­ur­inn kláraðist í júlí og við fengj­um ekk­ert að veiða í ág­úst,“ sagði Krist­mund­ur Krist­munds­son, sem ger­ir út á bátn­um Lunda ST-11, í sam­tali við blaðamann í maí, eft­ir að frum­varpið tók gildi.

Afli dagsins. Strandveiðar eru nú í fullum gangi um allt …
Afli dags­ins. Strand­veiðar eru nú í full­um gangi um allt land. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Arfa­vit­laust að breyta þessu“

Elías seg­ir að bet­ur hafi farið en á horfðist hvað þetta varðar. „Það sem bjargaði okk­ur hérna var að veiðin hef­ur reynst lé­leg fyr­ir vest­an. Ann­ars hefðu þeir klárað þetta, Vest­f­irðing­arn­ir, í júlí,“ seg­ir Elías. „Þetta var enda arfa­vit­laust að breyta þessu. Ef bætt hefði verið við meiri kvóta, til að tryggja að maður fengi þessa tólf daga til róðrar, þá hefði þetta verið allt í lagi.“

Veðrið hef­ur verið sjó­mönn­um hag­stætt eins og áður sagði, en tví­sýnt þótti í gær með veðrið þenn­an fimmtu­dag­inn.

„Það er spurn­ing hvort það verði bræla á morg­un [í dag]. Við erum í biðstöðu, skoðum veður og ræðum við alla þá veðurglöggv­ustu menn sem við þekkj­um,“ seg­ir Elías. „Það er tví­sýnt á morg­un, hvort það verður veður eða ekki,“ bæt­ir hann við og bend­ir á að nauðsyn­legt sé fyr­ir strand­veiðimenn á Norðurf­irði að sam­ræma veiði sína.

Afl­inn keyrður suður

„Það kem­ur bíll að sunn­an að sækja afl­ann og þess vegna verðum við að taka sam­eig­in­lega ákvörðun; að róa, eða róa ekki. Það er ekki hægt að láta mann­inn keyra norður með tóm­an bíl og svo mæt­ir hon­um lít­ill sem eng­inn afli. Þess vegna get­ur þetta verið svo­lítið vanda­samt.“

Elías seg­ist telja að um tíu bát­um sé nú róið út frá Norðurf­irði.

„Þetta voru fáir sem byrjuðu en síðan hef­ur aðeins bæst í. Maður óttaðist að þess­ar breyt­ing­ar á kerf­inu myndu rústa þess­um stað en það hef­ur kannski ekki orðið að veru­leika und­ir eins. Þó er þetta ekki svip­ur hjá sjón miðað við í fyrra og hittiðfyrra. Hér er ekki einu sinni helm­ing­ur þeirra báta sem voru þá.“ Verð á fisk­mörkuðum seg­ir hann held­ur ekki gott. „Það er samt sem áður betra en það var í fyrra. Það er ekk­ert hátt en al­veg viðun­andi. Krón­an er auðvitað sterk og það hef­ur mikið að segja.“

mbl.is