7 evra komugjald fyrir fólk utan Schengen

7 evr­ur munu ferðamenn frá ríkj­um utan Evr­ópu­sam­bands­ins og annarra Schengen-ríkja þurfa að greiða til að sækja Ísland heim, frá ár­inu 2020 gangi áætlan­ir eft­ir.

Stefnt er að því að taka upp ra­f­ræn ferðal­eyfi á Schengen-svæðinu, svipuð þeim sem fyr­ir eru í Banda­ríkj­un­um, árið 2021, en það hef­ur fengið nafnið ETI­AS (Europe­an Tra­vel In­formati­on and Aut­horisati­on System).

Evr­ópuþingið samþykkti áætl­un­ina fyr­ir helgi en kerf­inu, sem hef­ur verið í und­ir­bún­ingi um nokk­urt skeið, er ætlað að auka ör­yggi inn­an álf­unn­ar og bæta gagna­grunna evr­ópsku lög­regl­unn­ar Europol.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá dóms­málaráðuneyt­inu, sem fer með mál­efni landa­mæra­eft­ir­lits og Schengen, munu íbú­ar frá svo­kölluðum þriðju ríkj­um, ríkj­um utan ESB og Schengen, þurfa að sækja um ra­f­rænt ferðal­eyfi áður en Ísland eða önn­ur Schengen-ríki eru heim­sótt og greiða fyr­ir það 7 evr­ur, tæp­ar 900 krón­ur. Leyfið mun gilda til þriggja ára í senn og er frítt fyr­ir börn.

Kerfið mun þó eng­in áhrif hafa á Íslend­inga eða aðra borg­ara ESB og Schengen-ríkja hvar sem þeir eru bú­sett­ir í heim­in­um.

Landamæraeftirlit á Orly-flugvelli í París.
Landa­mæra­eft­ir­lit á Orly-flug­velli í Par­ís. AFP

„ETI­AS-kerf­inu er ætlað að auka ör­yggi á Schengen-svæðinu þar sem landa­mæra­eft­ir­lit með ytri landa­mær­um svæðis­ins styrk­ist og verður skil­virk­ara. Bet­ur verður hægt að greina ógn­ir við ör­yggi og þá sem mis­nota árit­un­ar­frelsi sitt inn á svæðið,“ seg­ir Sig­ríður And­er­sen dóms­málaráðherra innt eft­ir viðbrögðum.

Hún seg­ir von­ir standa til þess að kerfið geti orðið til þess að fjöldi til­hæfu­lausra um­sókna um alþjóðlega vernd í lönd­un­um inn­an Schengen-svæðis­ins drag­ist sam­an.

Íslensk stjórn­völd taka þátt í mót­un

Farþegar sem þurfa leyfið munu þurfa að fylla út ra­f­rænt eyðublað þar sem þeir gefa upp per­sónu­upp­lýs­ing­ar á borð við nafn, fæðing­ar­dag og stað, kyn og þjóðerni auk upp­lýs­inga um hversu lengi verður dvalið á svæðinu. Þá verða, rétt eins og í banda­rísku um­sókn­inni, spurn­ing­ar um saka­skrá og hvort farþeg­arn­ir hafi ferðast til átaka­svæða.

Reglu­gerðin um ETI­AS-kerfið telst þróun á Schengen-reglu­verk­inu og hef­ur Ísland sömu aðkomu að laga­mót­un og aðild­ar­ríki ESB, að því er fram kem­ur í svari dóms­málaráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn mbl.is.

Íslensk stjórn­völd tóku virk­an þátt í mót­un reglu­gerðar­inn­ar og starfa tækni­menn rík­is­lög­reglu­stjóra með fram­kvæmda­stjórn ESB og öðrum Schengen-ríkj­um að tækni­leg­um út­færsl­um kerf­is­ins.

mbl.is