Kaupa íslenskan búnað í fjögur ný skip

Teikning af skipi Skinneyjar-Þinganess.
Teikning af skipi Skinneyjar-Þinganess.

Útgerðirn­ar Skinn­ey-Þinga­nes og Gjög­ur hafa gert sam­ing við ís­lenska fyr­ir­tækið Micro um smíði á vinnslu­búnaði í nýja tog­ara hjá fé­lög­un­um tveim­ur. Hvor út­gerð um sig fær af­hent tvö sams kon­ar skip og er því alls um að ræða fjög­ur skip.

Skip­in, sem búnaður­inn fer í, eru smíðuð hjá skipa­smíðastöðinni VARD í Nor­egi og eru vænt­an­leg til lands­ins á seinni hluta árs­ins 2019.

Að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu mun Micro ann­ast hönn­un, smíði og upp­setn­ingu á vél- og hug­búnaðarbúnaðar­hluta verk­efn­is­ins, en hug­búnaður­inn er unn­inn í sam­starfi við Völku. Upp­setn­ing mun eiga sér stað við komu skip­anna til hafn­ar á Íslandi.

Teikning af skipi Gjögurs.
Teikn­ing af skipi Gjög­urs.

Lögð áhersla á öfl­uga kæl­ingu

Búnaður­inn sem um ræðir nær til allr­ar vinnslu um borð í skip­un­um, eða frá því fisk­ur­inn kem­ur lif­andi um borð og þar til hann er kom­inn í kör niður í lest. Öll hönnun og smíði búnaðar­ins er unn­in í nánu sam­starfi við út­gerðirn­ar þar sem horft er til þess að sam­an fari góð meðferð afla, framúskar­andi nýting hráefn­is og besta mögulega vinnuaðstaða há­seta. Mik­il áhersla er lögð á rétta blæðingu afla og öfl­uga kæl­ingu, en það eyk­ur gæði og verðmæti afl­ans.

„Það er af­skap­lega ánægju­legt að þessi öflugu útgerðarfélög velji að kaupa búnað af inn­lend­um fram­leiðend­um og styðja þannig við íslenskt hug­vit,“ er haft eft­ir Gunn­ari Óla Sölva­syni, fram­kvæmda­stjóra Micro.

„Upp­bygg­ing tækniþekk­ing­ar og fram­fara í sjávarútvegi er sam­starfs­verk­efni sem snert­ir okk­ur öll beint og óbeint, þar sem hún stuðlar að auk­inni ver­mæta­sköpun og virðis­aukn­ingu inn­an­lands, skap­ar störf og eyk­ur útflutn­ings­verðmæti þeirr­ar sam­eig­in­legu auðlind­ar sem fisk­ur­inn okk­ar er.“

mbl.is