Segir sig úr stjórn HB Granda

Guðmund­ur keypti 34,1% eign­ar­hlut í HB Granda af Kristjáni Lofts­syni …
Guðmund­ur keypti 34,1% eign­ar­hlut í HB Granda af Kristjáni Lofts­syni og Hall­dóri Teits­syni í apríl síðastliðnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, hef­ur sagt sig úr stjórn HB Granda og ritaði und­ir skjal þess efn­is fyrr í dag. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá út­gerðinni.

Eins og áður hef­ur verið greint frá ákvað stjórn fé­lags­ins að ganga til samn­inga við Vil­hjálm Vil­hjálms­son, sem setið hafði í stóli for­stjóra frá 2012, um starfs­lok hans í júní­mánuði. Á sama fundi ákvað stjórn­in að ráða Guðmund, sem þá var orðinn stjórn­ar­formaður fé­lags­ins, sem for­stjóra.

Í kjöl­farið skipti stjórn með sér verk­um á ný og var Magnús Gúst­afs­son kjör­inn nýr stjórn­ar­formaður, en bú­ast má við að Guðmund­ur taki nú form­lega við starfi for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins.

Guðmund­ur keypti 34,1% eign­ar­hlut í HB Granda af Kristjáni Lofts­syni og Hall­dóri Teits­syni í apríl síðastliðnum. Stofnaðist þá til yf­ir­töku­skyldu og gerði Guðmund­ur öðrum hlut­höf­um til­boð. Alls tóku 222 hlut­haf­ar til­boðinu, sem áttu sam­tals 54.880.508 hluti í HB Granda, og nem­ur eign­ar­hlut­ur Brims hf. og tengdra aðila því 37,96% í HB Granda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina