Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir og skáldið og fréttamaðurinn Birkir Blær Ingólfsson hafa skráð sig í samband á Facebook. Vala Kristín og Birkir Blær hafa verið par í nokkurn tíma en ákvörðunin um opinberun á sambandinu var tekin um helgina.
Vala Kristín lýsti ákvarðanatökunni á skemmtilegan hátt á Facebook. „Risasmá stund. Fór niður á hnén og spurði Birki Blæ Ingólfsson hvort hann vildi vera facebookkærasti minn,“ skrifaði Vala Kristín.
Vala Kristín sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Þeim tveim auk þess sem hún hefur leikið í Mamma Mia og Rocky Horror í Borgarleikhúsinu. Birkir Blær, sem hefur starfað á fréttastofu RÚV, sendi meðal annars frá sér bókina (Þjóðar)sálin hans Jóns míns síðastliðið haust.