Leggja „latteskatt“ á einnota bolla

Hálfri milljón einnota kaffibolla er fleygt á degi hverjum í …
Hálfri milljón einnota kaffibolla er fleygt á degi hverjum í Bretlandi. AFP

Star­bucks ætl­ar að verða fyrsta kaffi­húsa­keðja Bret­lands til þess að taka upp það sem þeir kalla „latteskatt“ (e. latte levy) á alla einnota bolla á kaffi­hús­um sín­um. Hver einnota bolli mun kosta fimm breska aura, sem jafn­gild­ir um 7 ís­lensk­um krón­um, og er þetta til­raun kaffiris­ans til þess að sporna við of­notk­un á boll­un­um.

Guar­di­an grein­ir frá því að verk­efnið hafi verið til til­raun­ar í London í þrjá mánuði, en skatt­ur­inn verður tek­inn upp á öll­um 950 kaffi­hús­um keðjunn­ar í Bretlandi þann 26. júlí. Mbl.is sagði frá því fyrr í dag að Star­bucks ætlaði að hætta notk­un plaströra á heimsvísu fyr­ir árið 2020. Ljóst er að stjórn­end­ur keðjunn­ar ætla ekki að láta sitt eft­ir liggja í nátt­úru­vernd­ar­mál­um.

Með skatt­in­um reyn­ir Star­bucks að fá viðskipta­vini til þess að nota held­ur fjöl­nota mál en einnota, en þeir sem nota fjöl­nota mál á kaffi­hús­um keðjunn­ar fá nú þegar 25 aura af­slátt af hverj­um drykk. Þar að auki eru þeir sem drekka á staðnum hvatt­ir til þess að nota kera­mik­bolla keðjunn­ar.

Á meðan á til­rauna­tíma­bili „latteskatts­ins“ stóð jókst notk­un viðskipta­vina á fjöl­nota kaffi­mál­um um 126% í London og von­ast for­stjóri Star­bucks í Evr­ópu, Afr­íku og Miðaust­ur­lönd­um, Mart­in Brok, að þetta verði til vit­und­ar­vakn­ing­ar um einnota plast, rétt eins og fólk sé orðið meðvitaðra um notk­un plast­poka.

Erfitt er að end­ur­vinna einnota kaffi­mál, því þó þau séu að mestu úr pappa eru þau húðuð með plastefn­inu pó­lýetý­leni sem erfitt er að fjar­lægja. Því er aðeins einn af hverj­um 400 boll­um end­urunn­inn, en hálfri millj­ón einnota bolla er fleygt á degi hverj­um í Bretlandi.

Aðrar bresk­ar kaffi­húsa­keðjur á borð við Costa og Pret a Man­ger bjóða af­slætti fyr­ir þá sem versla í fjöl­nota kaffi­mál rétt eins og Star­bucks, en keðjan er sú fyrsta til að rukka auka­lega fyr­ir einnota bolla.

mbl.is