Segja fágætan hval hafa verið veiddan

Dýraverndunarsamtökin Hard To Port, telja að hvalveiðiskips Hvals hf. hafi …
Dýraverndunarsamtökin Hard To Port, telja að hvalveiðiskips Hvals hf. hafi veitt sjaldgæfan blendingshval, afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Ljósmynd/Hard To Port

Dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in Hard To Port, sem mót­mæla hval­veiðum við Íslands­strend­ur, birtu mynd á Face­book-síðu sam­tak­anna þar sem er velt upp þeirri spurn­ingu hvort hval­veiðibát­ur á veg­um Hvals hf. hafi veitt sjald­gæf­an blend­ings­hval, af­kvæmi steypireyðar og langreyðar. Mynd af lönd­un hvals­ins í Hval­f­irði sem er tek­in aðfaranótt sunnu­dags er birt með færsl­unni.

Blend­ing­ar eru afar lík­ir langreyðum ofan frá séð í sjón­um en litar­haft þeirra á mag­an­um er dekkra og seg­ir í færsl­unni að hval­ur­inn beri þessi ein­kenni. Hóp­ur­inn hef­ur sett sig í sam­band við sér­fræðinga sem munu aðstoða við að greina hverr­ar teg­und­ar hval­ur­inn er.

Hval­veiðar hóf­ust á ný eft­ir tveggja ára hlé og hafa 22 veiðst langreyðar frá því að veiðar hóf­ust 20. júní, að sögn Kristjáns Lofts­son­ar, for­stjóra Hvals hf.

Starfsmaður á veg­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar tek­ur líf­fræðileg sýni og mæl­ing­ar úr hverj­um hval sem er veidd­ur og staðfest­ir Gísli Arn­ór Vík­ings­son, sjáv­ar­líf­fræðing­ur og hvala­sér­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, að stofn­un­in hafi fengið ábend­ingu að um blend­ing geti verið að ræða.  

„Við frétt­um strax af þess­um skrýtna hval og sam­kvæmt okk­ar starfs­manni minn­ir þetta á blend­ing sem við höf­um fengið svo­lítið af að und­an­förnu sem er merki­legt fyr­ir­bæri. Af mynd­um af dæma erum við einna helst á að svo sé en úr því verður ekki end­an­lega skorið með haust­inu þegar við för­um í DNA-grein­ingu,“ seg­ir Gísli Arn­ór í sam­tali við mbl.is.

Ekki víst hvort sýnið verði rann­sakað fyrr

DNA-sýni eru tek­in af öll­um veidd­um hvöl­um sem er síðan rann­sökuð á sama tíma að lok­inni vertíð. Ekki hef­ur verið tekið ákvörðun hvort því verði flýtt sér­stak­lega að skoða sýni úr hvaln­um sem talið er að sé blend­ing­ur. „En við mun­um auðvitað skoða þenn­an sér­stak­lega í haust með til­liti til þessa atriðis,“ seg­ir Gísli Arn­ór.

Steypireiðar eru friðaðar en það sama gild­ir ekki um blend­inga. Gísli seg­ir því að ekk­ert kalli sér­stak­lega eft­ir því að rann­sókn á sýn­inu verði flýtt. „Ef þetta er steypireiður sem er friðuð teg­und væri það brot á regl­um Alþjóðahval­veiðiráðsins en ef þetta er blend­ing­ur er ekki um brot á regl­um að ræða. Blend­ing­ar hafa ekki sér­stakt vernd­ar­gildi í sjálfu sér.“  

Blendingar eru ekki friðaðir, líkt og steypireyðar, en Hafrannsóknastofnun er …
Blend­ing­ar eru ekki friðaðir, líkt og steypireyðar, en Haf­rann­sókna­stofn­un er með málið í skoðun. Ljós­mynd/​Hard To Port

Þing­mönn­um barst ábend­ing

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, grein­ir frá því á Face­book-síðu sinni að þing­mönn­um hafi borist ábend­ing í morg­un þess efn­is að hval­ur­inn sem um ræðir sé steypireyður, ekki blend­ing­ur. Ábend­ing­in er und­ir­rituð af Paul Wat­son, stofn­anda Sea Shepherd, sem berj­ast gegn hval­veiðum. 

Björn Leví seg­ir að ábend­ing­ar eins og þessi hljóti að vera tekn­ar al­var­leg­ar og ef yf­ir­völd bregðist ekki við varði það ábyrgð. „Það ætti að vera mjög auðvelt að skoða þetta og afsanna þá þess­ar ásak­an­ir ef þær eru ekki sann­ar,“ skrif­ar Björn Leví við færslu þar sem hann birt­ir ábend­ing­una frá Wat­son í heild sinni. 

 

Ekki náðist í Kristján Lofts­son­, for­stjóra Hvals hf., við vinnslu frétt­ar­inn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina