Telur hvalinn vera steypireyði

Adam A. Peck telur að hvalurinn sem veiddist aðfaranótt sunnudags …
Adam A. Peck telur að hvalurinn sem veiddist aðfaranótt sunnudags sé steypireyður frekar en blendingshvalur. Ljósmynd/Hard To Port

Adam A. Peck, líf­fræðipró­fess­or við Há­skól­ann á Hawaii, seg­ist í sam­tali við CNN telja að hval­ur­inn sem veiðimenn Hvals hf. veiddu aðfaranótt sunnu­dags sé steypireyður en ekki blend­ings­hval­ur, það er af­kvæmi langreyðar og steypireyðar.

Á vef CNN kem­ur fram að til­gát­ur um að hval­ur­inn sé blend­ing­ur hafi verið á kreiki en að Peck taki ekki und­ir þær þar sem flest út­lit­s­ein­kenni hvals­ins að hans mati svipi til steypireyðar. Tekið er fram í frétt­inni að Peck byggi mat sitt á mynd­um sem hann hafi séð af hræi dýrs­ins.

Gísli Arn­ór Vík­ings­son, sjáv­ar­líf­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, tel­ur þó enn að um blend­ings­hval sé að ræða þó að ekki verði úr því skorið fyrr en DNA-sýni úr hvaln­um hef­ur verið rann­sakað. Þá bend­ir Gísli á að þó að hval­ur­inn hafi mörg ein­kenni steypireyðar sé hann frek­ar lík­ur þeim blend­ings­hvöl­um sem landað hef­ur verið hér­lend­is áður. Einnig beri hval­ur­inn ákveðin ein­kenni langreyðar.

Upp­götvað á ní­unda ára­tugn­um

Af­kvæmi steypireyðar og langreyðar var fyrst upp­götvað við Íslands­strend­ur á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar. Gísli seg­ir það því mögu­legt að Peck hafi ekki séð slík­an blend­ing áður og haldi þar af leiðandi að um steypireyði sé að ræða.

Veiðar á steypireyðum eru ólög­leg­ar við Íslands­strend­ur sem og ann­ars staðar. Ein­ung­is veiðar á hrefn­um og langreyðum eru leyfi­leg­ar við Ísland. Gísli seg­ir veiðar á blend­ings­hvöl­um þó ekki vera ólög­leg­ar þar sem ekki sé um raun­veru­lega hval­s­teg­und að ræða. „Blend­ing­ar eru ekki teg­und og eru hvergi í lög­um. Þetta eru bara frá­vik í nátt­úr­unni.“

Gísli seg­ir það vera mögu­leika að DNA-sýni hvals­ins kom­ist fyrr til rann­sókn­ar en með sýn­um annarra veiddra hvala í haust. Hann seg­ir það þó eiga eft­ir að koma í ljós og þá einnig hvenær hægt verði að koma rann­sókn­inni af stað. Þá von­ar Gísli að þetta skýrist bet­ur í næstu viku.

mbl.is