Sektir eða fangelsi reynist dýrið friðað

Hvalurinn var veiddur fyrir nokkrum dögum en erfðafræðirannsókn mun leiða …
Hvalurinn var veiddur fyrir nokkrum dögum en erfðafræðirannsókn mun leiða í ljós hverrar tegundar hann er. Ljósmynd/Hard To Port

Um­deilt dráp hvals­ins sem talið er að gæti verið steypireyður gæti haft af­leiðing­ar í för með sér fyr­ir hval­veiðifé­lagið Hval hf. reyn­ist hval­ur­inn vera steypireyður, sem er alfriðuð teg­und. Tekið var sýni úr hvaln­um og mun grein­ing á því ákv­arða teg­und dýrs­ins.

Að sögn sér­fræðings í dýra­vernd­un­ar­lög­um, sem rætt er við í Morg­un­blaðinu í dag, er laga­ákvæði í ís­lensk­um lög­um þar sem seg­ir að veiði á steypireyði varði við sekt­ir og jafn­vel fang­elsi. 

„Þetta eru göm­ul lög og hef­ur lík­leg­ast aldrei áður reynt á þau,“ seg­ir Árni Stefán Árna­son, sér­fræðing­ur á sviði dýra­vernd­un­ar­laga. Í laga­ákvæðinu, sem var upp­fært árið 1973, seg­ir að veiði á steypireyði varði við sekt­ir og önn­ur viður­lög sam­kvæmt lög­um nr. 26/​1949 um hval­veiðar. Seg­ir þar að brotið skuli varða við sekt­ir og jafn­vel fang­elsi, ef sak­ir eru tald­ar mikl­ar. „Þetta myndi telj­ast mik­il sök, dráp á friðuðu dýri,“ seg­ir Árni jafn­framt. „Að mínu mati gild­ir þetta refsi­á­kvæði, en ég tel það ekki munu hafa neitt að segja í þessu til­viki. Stjórn­völd munu ekki vilja fylgja þessu eft­ir, m.a. vegna sterkr­ar teng­ing­ar hval­veiða við rík­is­valdið.“

Hval­veiðar við landið hafa löng­um verið um­deild­ar bæði inn­an­lands og utan. Inga Hlín Páls­dótt­ir, for­stöðumaður ferðaþjón­ustu hjá Íslands­stofu, seg­ir að þau hafi fundið fyr­ir mikl­um viðbrögðum í síðustu viku tengd­um mál­inu og þá helst í formi tölvu­pósta og at­huga­semda á sam­fé­lags­miðlum. „Við finn­um reglu­lega fyr­ir slík­um bylgj­um tengd­um hval­veiðum, t.d. þegar þær hefjast á sumr­in.“ Hún seg­ir erfitt að reikna út áhrif at­viks á við þetta á ímynd Íslands „Vana­lega hafa þess­ar öld­ur jafn­ast út með tím­an­um en við vit­um í raun ekki hvað mun ger­ast í þessu til­viki. Við mun­um taka stöðuna síðar í vik­unni.“

Fengið mikla at­hygli er­lend­is

María Mjöll Jóns­dótt­ir, deild­ar­stjóri hjá upp­lýs­inga- og grein­ing­ar­deild ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, seg­ir að ráðuneytið fylg­ist vel með allri um­fjöll­un um málið, í fjöl­miðlum og sam­fé­lags­miðlum. Flest­ir stærstu miðlarn­ir hafa tekið málið upp, t.a.m. BBC, Tel­egraph og CNN.

„Við höf­um fundið fyr­ir nokkr­um áhuga hjá er­lend­um miðlum sem marg­ir hverj­ir hafa tekið málið upp.“ Hún seg­ir ráðuneytið svara öll­um þeim fyr­ir­spurn­um er ber­ist varðandi hval­veiðar. „Við höf­um verið að koma af­stöðu Íslands á fram­færi og sér­stak­lega þar sem farið hef­ur verið með rang­færsl­ur. Í þeim til­vik­um höf­um við upp­lýst fólk á hvaða grund­velli reglu­gerðin um hval­veiðar er gef­in út. Það er mik­il­vægt að er­lend­ir fjöl­miðlar geri sér grein fyr­ir því að veiðar á steypireyðum eru bannaðar á Íslandi. Eins að málið sé tekið al­var­lega hér á landi og verið sé að flýta grein­ingu.“

Að sögn Maríu hef­ur um­fjöll­un­in og sömu­leiðis fyr­ir­spurn­irn­ar að mestu komið frá ensku­mæl­andi lönd­um og þá helst Banda­ríkj­un­um en einnig hef­ur gætt mik­ill­ar umræðu í Þýskalandi. Steypireyður hef­ur verið alfriðuð frá ár­inu 1966.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: