Undirrita stærsta fríverslunarsamning heims

Donald Tusk, Shinzo Abe og Jean-Claude Juncker á skrifstofu forsætisráðherrans …
Donald Tusk, Shinzo Abe og Jean-Claude Juncker á skrifstofu forsætisráðherrans í Tókýó í dag. AFP

Evr­ópu­sam­bandið og Jap­an hafa und­ir­ritað víðfeðman fríversl­un­ar­samn­ing, sem fell­ir niður nær alla tolla á milli svæðanna. Samn­ing­ur­inn er sá stærsti sem und­ir­ritaður hef­ur verið frá stofn­un Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar. Sam­an standa Evr­ópu­sam­bandið og Jap­an und­ir þriðjungi heims­fram­leiðslunn­ar, ESB um 25% og Jap­an rúm 7%.

Don­ald Tusk, for­seti leiðtogaráðs ESB, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, und­ir­rituðu samn­ing­inn ásamt Shinzo Abe, for­sæt­is­ráðherra Jap­an, í Tókýó í dag eft­ir að ráðherr­aráð ESB gaf grænt ljós fyrr í mánuðinum.

Með nán­ara sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið von­ast Jap­an til að lífga upp á fjár­fest­ing­ar milli aðil­anna og berj­ast gegn nýtil­kom­inni sveiflu í átt að vernd­ar­stefnu á alþjóðavett­vangi, að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyti Jap­an.

Evr­ópu­sam­bandið seg­ir að samn­ing­ur­inn muni leiða til auk­ins út­flutn­ings evr­ópsks bjórs, fatnaðar, snyrti­vara og efna til Jap­an, sem muni styrkja evr­ópskt efna­hags­líf. Jap­an­ar hafa í gegn­um tíðina girnst evr­ópsk­ar vör­ur og þykir víst að verðlækk­un á vör­um á borð við par­mes­an, súkkulaði og víni muni auka sölu.

Stjórn­völd bæði inn­an Jap­an og Evr­ópu­sam­bands­ins von­ast til að samn­ing­ur­inn taki gildi áður en Bret­land yf­ir­gef­ur sam­bandið í mars á næsta ári. Tak­ist það mun samn­ing­ur­inn sjálf­krafa ná yfir Breta meðan á breyt­ing­ar­skeiði Breta stend­ur yfir, en fyr­ir­hugað er að það standi í um tvö ár frá út­göngu.

Sér­fræðing­ar hafa áður sagt að ólík­legt sé að Bret­um tak­ist á að semja um betri fríversl­un­ar­samn­ing við Jap­ana en þann sem nú var und­ir­ritaður.

Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu með kínverskum stjórnvöldum áður en þeir héldu …
Leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins funduðu með kín­versk­um stjórn­völd­um áður en þeir héldu til Tókýó. AFP
mbl.is