Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

Veiðar á langreyðum hófust aftur í sumar eftir tveggja ára …
Veiðar á langreyðum hófust aftur í sumar eftir tveggja ára hlé. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er svo viðkvæmt. Þegar það koma upp svona mál fer al­veg svaka­lega nei­kvæð umræða af stað um Ísland. Þetta hef­ur mjög slæm áhrif. Við miss­um svo­lítið trú­verðug­leik­ann á að við séum að um­gang­ast nátt­úr­una af virðingu,“ seg­ir Rann­veig Grét­ars­dótt­ir, formaður Hvala­skoðun­ar­sam­taka Íslands og fram­kvæmda­stýra Eld­ing­ar. 

Rann­veig seg­ir veiði Hvals hf. á blend­ings­hvali aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn hafa haft gíf­ur­lega nei­kvæð áhrif á ímynd lands­ins er­lend­is í för með sér. Er­lend­ir fjöl­miðlar greindu marg­ir hverj­ir frá því að blend­ings­hval­ur­inn hafi verið steypireyður þó að Haf­rann­sókna­stofn­un hafi síðan staðfest upp­runa hvals­ins í gær í kjöl­far erfðagrein­ing­ar. 

Rannveig Grétarsdóttir stýrir Eldingu og er jafnframt formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands.
Rann­veig Grét­ars­dótt­ir stýr­ir Eld­ingu og er jafn­framt formaður Hvala­skoðun­ar­sam­taka Íslands. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Þegar langreyðaveiðarn­ar byrjuðu aft­ur fund­um við strax fyr­ir mik­illi and­stöðu er­lend­is. Við höf­um aldrei, öll þessu átján ár sem ég hef rekið mitt fyr­ir­tæki, fengið jafn­mik­il viðbrögð og út af þess­ari veiði. Fólk er bara reitt og seg­ir að það eigi ekk­ert að veiða blend­ings­hval frek­ar en steypireyði. Það er ekk­ert leyfi fyr­ir því held­ur.“

Þá seg­ir Rann­veig að mik­ill fjöldi viðskipta­vina Eld­ing­ar hafi hætt við komu sína í kjöl­far veiðar­inn­ar og þeirr­ar um­fjöll­un­ar sem fylgdi. „Þetta veld­ur okk­ur vand­ræðum og fólk er strax farið að senda okk­ur pósta um að það ætli ekki að koma vegna þess að það er svo ósátt við af­stöðu Íslands til þess­ara mála. Þetta mál ýfði umræðuna svo­lítið upp er­lend­is og kveikti á því að þetta væri enn þá í gangi.“

Rann­veig bend­ir einnig á að ákveðinn sam­drátt­ur hafi verið í ferðaþjón­ust­unni það sem af er sum­ars miðað við síðustu ár og að nei­kvæð umræða í fjöl­miðlum geti ýtt und­ir þá þróun.

„Það er sam­drátt­ur í allri ferðaþjón­ustu núna í sum­ar og hef­ur verið síðan eft­ir páska og virðist ekki ætla að taka við sér. Allt svona hjálp­ar ekki til. Við erum ekki glöð með þetta. Ég skil ekki af hverju stjórn­völd vilja hanga á þessu þegar það virðist ekki vera neinn efna­hags­leg­ur ávinn­ing­ur af þessu og þetta veld­ur okk­ur bara vand­ræðum.“

Veiðar Hvals hf. á langreyðum hóf­ust aft­ur í sum­ar eft­ir tveggja ára hlé. Í sam­tali við mbl.is í gær sagði Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals, að um fjöru­tíu hvöl­um hafi verið landað það sem af er sum­ars. Þar af var blend­ing­ur­inn um­deildi núm­er 22 í röðinni. 

Rann­veig seg­ist vona að stjórn­völd komi til með að end­ur­skoða stefnu sína í sam­bandi við hval­veiðar en er ekki of bjart­sýn á að eitt­hvað ger­ist. „Hvala­skoðun­ar­sam­tök­in eru búin að vera að bíða núna í þrjá mánuði eft­ir að fá að vita hvort að við fáum full­trúa í sendi­nefnd Íslands hjá Alþjóðahval­veiðiráðinu. Það er eins og þeir vilji ekki hreyfa við þessu. Það er eins og þeir vilji ekki fá aðra rödd inn í umræðuna held­ur en þær sem vilja hval­veiðar. Þetta er svo rót­gróið.“

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagði í sam­tali við mbl.is að hann sæi ekki ástæðu til að end­ur­skoða hval­veiðileyfi án þess að fyr­ir því væri vís­inda- eða hag­fræðileg­ur grund­völl­ur. 

„Í maí síðastliðnum óskaði ég eft­ir því við Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands að stofn­un­in myndi meta þjóðhags­leg áhrif hval­veiða og áhrif þeirra á aðrar at­vinnu­grein­ar. Jafn­framt óskaði ég eft­ir því við Haf­rann­sókna­stofn­un að meta fæðuþörf hvala og vægi henn­ar í líf­ríki sjáv­ar hér við land,“ sagði Kristján í sam­tali við mbl.is 

„Á grund­velli meðal ann­ars þess­ara upp­lýs­inga mun ég í haust móta ákvörðun mína um hvort gef­in verði út áfram­hald­andi kvóti til hval­veiða þegar nú­ver­andi kvóta­tíma­bili lík­ur við lok þessa árs. Með þeim hætti verður ákvörðun um áfram­hald hval­veiða tek­in á grund­velli nýrra og traustra upp­lýs­inga.”

Frá af­hend­ingu und­ir­skrift­anna í maí.
Frá af­hend­ingu und­ir­skrift­anna í maí. mbl.is/​Valli

„Ákvarðanir stjórn­valda í þessu máli verða að byggja á ein­hverri rök­legri niður­stöðu og grunn­ur­inn að slíku er vís­inda­leg ráðgjöf og umræða. Það verður að koma í ljós hvernig úr þessu spil­ast. Það eru bæði plús­ar og mínus­ar í þessu máli eins og flestu,“ sagði Kristján. 

mbl.is