Blendingurinn fer ekki úr landi

Blendingar eru ekki friðaðir, líkt og steypireyðar, en hvalurinn er …
Blendingar eru ekki friðaðir, líkt og steypireyðar, en hvalurinn er talin afurð friðaðrar tegundar. Ljósmynd/Hard To Port

„það stend­ur ekki til að flytja kjötið úr landi,“ seg­ir Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., í sam­tali við mbl.is spurður hvort kjötið af blend­ings­hvaln­um sem veidd­ist á dög­un­um verði flutt úr landi. Spurn­inga­merki hafa verið sett við hvort heim­ilt sé að flytja kjötið úr landi vegna aðild­ar Íslands að CITES-samn­ingn­um.

Heim­ild­ir há­deg­is­frétta Bylgj­unn­ar hjá Fiski­stofu hermdu að aðild Íslands og Jap­ans að CITES-samn­ingn­um geri það að verk­um að óheim­ilt sé að flytja kjöt blend­ings­ins úr landi til Jap­ans, þar sem blend­ing­ur­inn telst afurð dýrs í út­rým­ing­ar­hættu.

Það er ekki und­ir Fiski­stofu komið að leggja mat á það hvort heim­ilt sé að flytja úr landi hval­kjöt, seg­ir Eyþór Björns­son, fiski­stofu­stjóri, í sam­tali við blaðamann mbl.is. Það er á for­ræði jap­anskra stjórn­valda að taka ákv­arðanir um inn­flutn­ing.

Hval­ur­inn sem um ræðir er af­kvæmi steypireyðar, sem er á lista yfir hvali í út­rým­ing­ar­hættu, og langreyðar, sem er ekki í út­rým­ing­ar­hættu. Talið var um tíma að hval­ur­inn sem veidd­ist hafi hugs­an­lega verið steypireyður, en erfðarann­sókn leiddi í ljós að hval­ur­inn var blend­ing­ur.

mbl.is