Blóðtaka fyrir Grundarfjörð

21 starfsmaður missir vinnuna vegna lokunar rækjuvinnslunnar.
21 starfsmaður missir vinnuna vegna lokunar rækjuvinnslunnar.

Ákvörðun FISK Sea­food ehf. um að loka rækju­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins í Grund­arf­irði kem­ur illa við bæ­inn og er mik­il blóðtaka að mati Jós­efs Ó. Kjart­ans­son­ar, for­seta bæj­ar­stjórn­ar Grund­ar­fjarðar. Hann gagn­rýn­ir harðlega sam­ráðsleysi for­svars­manna FISK Sea­food gagn­vart bæj­ar­yf­ir­völd­um.

Starfs­fólki verk­smiðjunn­ar var til­kynnt um ákvörðun­ina á fundi í gær og taka upp­sagn­ir nítj­án starfs­manna gildi um næstu mánaðamót. Tveim­ur verður boðið að starfa við frá­gang og und­ir­bún­ing sölu tækja og búnaðar á næstu mánuðum.

Langvar­andi ta­prekst­ur

Ákvörðunin var tek­in vegna langvar­andi ta­prekst­urs vinnsl­unn­ar, sem ekki virðist ger­legt að vinda ofan af við nú­ver­andi aðstæður, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá FISK Sea­food. Rekstr­ar­um­hverfi veiða og vinnslu á rækju á Íslandi er sagt hafa breyst veru­lega á und­an­förn­um árum með óhjá­kvæmi­leg­um sam­dráttar­áhrif­um.

„Það er auðvitað alltaf öm­ur­legt þegar fólki er sagt upp. Það er líka vont fyr­ir okk­ur sem bæj­ar­full­trúa að lesa fyrst um þetta í blöðunum. Þetta sam­ráðsleysi er ekki til fyr­ir­mynd­ar,“ seg­ir Jós­ef í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag. „Ég skil vel að for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins vilji ræða sér­stak­lega við starfs­fólkið, en mér hefði fund­ist eðli­legt að við heyrðum af þessu áður en frétta­til­kynn­ing­ar voru send­ar út,“ seg­ir hann.

Mjög mun­ar um störf­in tutt­ugu

Jós­ef seg­ir að lok­un­in sé mikið áfall fyr­ir bæ­inn. Miklu muni um störf­in tutt­ugu. „Í bæ þar sem íbú­ar eru um 800 og helm­ing­ur­inn af þeim er börn og eldri borg­ar­ar mun­ar mjög um tutt­ugu manns sem vinna. Þetta þýðir minni út­svar­s­tekj­ur, þetta er tekjutap. Síðan er alltaf talað um að fólk finni sér aðra vinnu í staðinn, en það er alls ekki í hendi. Það er ekki búið að til­kynna mér um nein­ar hug­mynd­ir að lausn­um eða slíku,“ seg­ir hann. „Ég geri ekki lítið úr því að þetta geti verið erfiður rekst­ur, en ég gagn­rýni aðferðafræðina,“ seg­ir hann enn frem­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: