Athafna- og leikkonan Jessica Biel, eiginkona tónlistarmannsins Justin Timberlake, opnaði veitingastaðinn Au Fudge í Hollywood árið 2016 en var honum lokað síðastliðinn sunnudag.
Tilkynnti Biel um lokunina á Instagram-reikningi sínum. Aðaláherslur staðarins voru á lífrænt hollustufæði, flotta kokteila og átti hann að vera fjölskylduvænn í meira lagi með au pair á svæðinu sem passað upp á börnin á meðan foreldrarnir höfðu það náðugt. Krakkarnir gátu leikið sér í tréhúsi og í spilasal sem þar var að finna og fyrir framan veitingastaðinn var lítill markaður sem seldi fallega muni.
Rekstur staðarins hefur hins vegar ekki alltaf verið dans á rósum og voru eigendur veitingastaðarins, þar með talin Jessica Biel, kærðir á sínum tíma fyrir að halda þjórfé frá starfsmönnum veitingastaðarins ásamt því að neita þeim um hvíldar- og matarhlé. Veitingastaðurinn náði þar að auki aldrei almennilegu flugi og átti ekki miklum vinsældum að fagna hjá barnafólki í Hollywood. Það er þó enn þá hægt að bóka staðinn fyrir einkaveislur.
A post shared by Jessica Biel (@jessicabiel) on Jul 16, 2018 at 4:58pm PDT