Ríkisstjóri Ohio hefur þyrmt lífi manns sem dæmdur hafði verið til dauða eftir að kviðdómari sagði að við réttarhöldin hefði ekki verið nægilega fjallað um ofbeldi sem maðurinn varð fyrir í æsku.
John Kasich, ríkisstjóri Ohio, breytti því dauðadómi Raymond Tibbetts í lífstíðarfangelsisdóm vegna „grundvallar galla“ í meðferð máls hans.
Kviðdómarinn Ross Geiger segist hafa komist á snoðir um skelfilega fortíð Tibbetts sem kviðdómur í málinu hefði aldrei fengið að heyra. Þessu kom hann á framfæri við yfirvöld.
Tibbetts er 61 árs. Hann var dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína og 67 ára karlmann árið 1997.