Strönd í Dóminíska lýðveldinu er svo yfirfull af rusli að oftast sést ekki til botns í hinu tæra Karíbahafi. Umhverfisverndarhópurinn Parley hefur birt myndband frá ströndinni þar sem sjá má gríðarlegt magn plastrusls veltast um í sjónum við Montesino-ströndina skammt frá höfuðborginni Santo Domingo.
Parley-samtökin segjast nú vinna að hreinsun strandarinnar ásamt um 500 opinberum starfsmönnum. Vonast er til að hægt verði að endurvinna plastið sem þar er að finna en fyrir helgi var búið að safna yfir 30 tonnum af rusli. Þá var enn mikið verk fyrir höndum.
Another #plasticemergency and shocking reminder -- we need to act now. Join us this Saturday in Santa Domingo: https://t.co/KdJVSezA1c #ParleyAIR #100islandsprotected pic.twitter.com/V9WZAdCeQt
— Parley (@parleyxxx) July 19, 2018