Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá íslenskri konu sem hefur grennst mikið og á í vandræðum með húðina.
Sæl Þórdís
Er eitthvað sem þú mælir með að prófa til að fá húðina til að dragast saman eftir mikinn fitumissi áður en ég færi að hugsa um aðgerð?
Kveðja,
ein í húðtjaldi
Sæl og takk fyrir spurninguna.
Ég ætla að byrja á því að óska þér til hamingju með þyngdartapið.
Ég mæli alltaf með því að vera duglegur að þjálfa undirliggjandi vöðva og almennt líkamann meðan á þyngdartapi stendur, þá fylgir húðin almennt betur með. Vissulega er mikið teygð húð stundum slitin og þá dregst hún síður saman. Þú getur byrjað á því að þjálfa reglulega og byggja vöðvana upp, þú átt örugglega eftir að sjá einhvern mun á þér. Síðan er almennt gott að hugsa vel um húðina með góðum rakakremum og léttu nuddi.
Gangi þér vel og bestu kveðjur,
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.