Leggja fram kæru á hendur Hval hf.

Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er nokkuð síðan það kom í ljós að eitt af veiðiskip­um Hvals hf. hafði skotið blend­ings­hval. Í fram­haldi af því þá litu menn að því hvort hægt væri að fella slíka blend­inga und­ir það veiðileyfi sem Hval­ur hf. hef­ur og und­ir lög og reglu­gerðir um hval­veiðar við Íslands­strend­ur. Niðurstaðan var sú að það væri eng­in und­anþága, það væri bara heim­ilt að veiða langreyðar og ekk­ert annað,“ seg­ir Ragn­ar Aðal­steins­son, lög­fræðing­ur Jarðar­vina. Jarðvin­ir lögðu í gær fram kæru til rík­is­sak­sókn­ara á hend­ur Hval hf.

Í kær­unni, sem er tvíþætt, er þess kraf­ist að rík­is­sak­sókn­ari taki þá hátt­semi Hvals hf. sem greint er frá í kær­unni til rann­sókn­ar og beiti viðkom­andi þving­un­ar­ráðstöf­un­um á grund­velli veiðileyf­is Hvals og laga um hval­veiðar.

Blendingshvalurinn umdeildi sem veiddist fyrr í sumar og olli miklu …
Blend­ings­hval­ur­inn um­deildi sem veidd­ist fyrr í sum­ar og olli miklu fjarðafoki. Ljós­mynd/​Hard To Port

„Svo er það ákæru­valds­ins að ákv­arða hvernig þeirri rann­sókn yrði háttað og hvort hún leiði til þess að gef­in verði út ákæra á hend­ur Hval hf. eða tals­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins,“ seg­ir Ragn­ar.

Kær­an snýr ann­ars veg­ar af um­deildri veiði Hvals hf. á blend­ings­hval í júlí sem reynd­ist vera af­kvæmi steypireyðar og langreyðar. „Við telj­um að hval­ur sem get­inn er af öðrum teg­und­um geti ekki tal­ist langreyður,“ seg­ir Ragn­ar.

„Hitt atriðið er svo það að á sín­um tíma var ákveðið að óheim­ilt væri á Íslandi að verka hval und­ir beru lofti held­ur skyldi það vera und­ir þaki. Þá hef­ur það nú komið í ljós að Hval­ur hafi ekki farið eft­ir þess­um fyr­ir­mæl­um reglu­gerðar­inn­ar,“ bæt­ir hann við. 

„Síðan kom það einnig í ljós að Kristján Þór Júlí­us­son ráðherra hafði breytt reglu­gerðinni Hval hf. í hag eft­ir að Hval­ur hafði brotið gegn reglu­gerðinni um margra ára skeið. Við get­um ekki séð með góðu móti að lög­in sem reglu­gerðin er byggð á heim­ili slíka breyt­ingu á reglu­gerðinni.“

Samkvæmt Ragnari er ekki heimilt að verka hval undir beru …
Sam­kvæmt Ragn­ari er ekki heim­ilt að verka hval und­ir beru lofti. mbl.is/​Rax

Að sögn Ragn­ars var kær­an send til sak­sókn­ara á miðjum degi í gær en eft­ir því sem fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá tals­manni Jarðar­vina, Ole Ant­on Bielt­vedt, er kær­an fram­hald á þeirri bar­áttu sem sam­tök­in hafa háð síðustu mánuði fyr­ir stöðvun langreyðaveiða.

Þá reikn­ar Ole með frek­ari at­b­urðarás í mál­inu á næst­unni en Ragn­ar tel­ur að bú­ast megi við frek­ari tíðind­um af mál­inu á næstu dög­um og vik­um.

mbl.is