Myndavélar og flygildi fylgist með löndun

Þorski og ufsa fleygt frá borði. Skortur á eftirlitsheimildum Fiskistofu …
Þorski og ufsa fleygt frá borði. Skortur á eftirlitsheimildum Fiskistofu er sagður hafa verið umtalaður. mbl.is/RAX

Fiski­stofu verður heim­ilt að vakta lönd­un og vigt­un afla með ra­f­ræn­um eft­ir­lits­mynda­vél­um, auk þess sem hún mun geta nýtt sér fjar­stýrð loft­för við eft­ir­lits­störf, verði vænt­an­legt frum­varp Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að veru­leika.

Í drög­um að frum­varp­inu, sem er að finna á vef Stjórn­ar­ráðsins, seg­ir að varla hafi nokkr­um dulist sú umræða, sem uppi hafi verið í fjöl­miðlum um skort á eft­ir­lits­heim­ild­um Fiski­stofu til að sinna fisk­veiðieft­ir­liti og gagn­rýni á lagaum­gjörð eft­ir­lits­ins.

Skylda að hafa ra­f­rænt eft­ir­lit­s­kerfi mynda­véla

Af hálfu Fiski­stofu hef­ur því oftsinn­is verið hreyft, að nauðsyn­legt sé að nýta mynda­vél­ar við fisk­veiðieft­ir­lit, og hafa nokkr­ar til­raun­ir verið gerðar til þess, eins og seg­ir í at­huga­semd­um með frum­varp­inu. Niðurstaða Per­sónu­vernd­ar hef­ur hins veg­ar að minnsta kosti tví­veg­is verið sú að sér­stakr­ar laga­heim­ild­ar sé þörf svo að stofn­un­in geti aflað gagna með þeim hætti.

At­hygli vek­ur að í frum­varp­inu er lögð skylda á sveit­ar­fé­lög, fisk­vinnsl­ur og út­gerðir til að hafa til staðar virkt ra­f­rænt eft­ir­lit­s­kerfi mynda­véla í lönd­un­ar­höfn­um og vigt­un­araðstöðu vigt­un­ar­leyf­is­hafa, sem fylg­ist með allri lönd­un og vigt­un sjáv­ar­afla, svo og um borð í fiski­skip­um, sem fylg­ist með veiðum og meðferð afla um borð.

Enn frem­ur er gert ráð fyr­ir að eft­ir­lits­menn Fiski­stofu muni hafa aðgang að þeim kerf­um og því efni, sem til verði við ra­f­ræna vökt­un. Jafn­framt er í frum­varp­inu lagt til að starfs­menn Fiski­stofu skuli hafa aðgang að ra­f­ræn­um upp­lýs­ing­um um niður­stöðu end­ur­vi­gt­un­ar og vigt­un upp­sjáv­ar­afla, með teng­ingu við vigt­ar­búnað vigt­un­ar­leyf­is­hafa.

Eftirlitsmenn Fiskistofu vigta afla strandveiðibáta í Norðurfirði á Ströndum.
Eft­ir­lits­menn Fiski­stofu vigta afla strand­veiðibáta í Norðurf­irði á Strönd­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ein til tvær millj­ón­ir króna á hverja höfn

Þá er lagt til að lög­fest verði heim­ild Fiski­stofu til að nýta fjar­stýrð loft­för, eða flygildi, við eft­ir­lits­störf. Bent er á að stofn­un­in hafi þegar nýtt sér þau í starf­semi sinni, að und­an­geng­inni til­kynn­ingu til Per­sónu­vernd­ar, einkum til að fylgj­ast með ólög­mætri neta­veiði við strend­ur lands­ins, þar sem oft sé erfitt yf­ir­ferðar.

Í um­fjöll­un um mögu­leg­an kostnað sem fylgt geti inn­leiðingu frum­varps­ins seg­ir að um­rædd vökt­un­ar­kerfi séu þegar til staðar í mörg­um höfn­um, en fyr­ir aðrar hafn­ir sé áætlað að kostnaður geti numið einni til tveim­ur millj­ón­um króna á hverja höfn, eða um 30 millj­ón­um króna í heild.

„Upp­setn­ing á ra­f­ræn­um mynda­véla­kerf­um og öðrum búnaði hjá vinnslu­stöðvum og í fiski­skip­um kall­ar á nokk­urn kostnað sem ekki hef­ur verið met­inn ná­kvæm­lega, en talið að ekki verði mik­ill með til­liti til þeirra hags­muna sem um er að ræða. Laus­leg at­hug­un bend­ir til að kostnaður í vinnsl­um og stærri skip­um muni mæl­ast í hundruðum þúsunda kr. en lík­lega ekki meira en um 100-200 þús. kr. í smærri bát­um.“

Að lok­um muni Fiski­stofa þurfa að fjár­festa í búnaði til að tengj­ast þeim vökt­un­ar­kerf­um sem um er að ræða og þjálfa starfs­fólk fyr­ir breytt eft­ir­lit. Gert er ráð fyr­ir að Fiski­stofa muni kjósa að taka í notk­un fjar­stýrð loft­för eins og gert sé heim­ilt í frum­varp­inu, en stofn­kostnaður er þó tal­inn rúm­ast inn­an nýrr­ar fjár­mála­áætl­un­ar. Eins er talið að breytt fyr­ir­komu­lag geti frem­ur leitt til sparnaðar en auk­ins kostnaðar, þegar fram í sæk­ir.

mbl.is