„Það er ekkert rangt við þetta“

Kristján Loftsson.
Kristján Loftsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ef það er sjálf­bært, þá veiðir maður,“ seg­ir Kristján Lofts­son, eig­andi Hvals hf., í viðtali við New York Times. Þar ver Kristján um­deild­ar hval­veiðar fyr­ir­tæk­is­ins.

„Auðvitað get­ur maður gert eitt­hvað annað en af hverju ætti ég að hætta þessu? Það er ekk­ert rangt við þetta,“ seg­ir Kristján sem vill meina að það sé ekk­ert að því að veiða hval.

Enn frem­ur seg­ir Kristján að hann sjái enga ástæðu til að hætta veiðum, þrátt fyr­ir að þeim sé mót­mælt víðs veg­ar í heim­in­um.

Tryggvi Aðal­björns­son, blaðamaður og fyrr­ver­andi fréttamaður hjá RÚV, skrif­ar um Kristján og hval­veiðar Íslend­inga. Fjallað er um að Kristján hafi í gegn­um árin staðið í stappi við alþjóðleg dýra­vernd­un­ar­sam­tök en þrátt fyr­ir það beri flest­ir virðingu fyr­ir hon­um.

„Ef þú spyrð hann spurn­ing­ar þá svar­ar hann þér iðulega. Hann stopp­ar oft og hugs­ar málið áður en hann tal­ar. Við sjá­um þetta ekki oft,“ seg­ir Robert Read, fram­kvæmda­stjóri Shea Sheph­ard í Bretlandi, um Kristján.

Jarðvin­ir lögðu í fyrra­dag fram kæru til rík­is­sak­sókn­ara á hend­ur Hval hf. „Það er nokkuð síðan það kom í ljós að eitt af veiðiskip­um Hvals hf. hafði skotið blend­ings­hval. Í fram­haldi af því þá litu menn að því hvort hægt væri að fella slíka blend­inga und­ir það veiðileyfi sem Hval­ur hf. hef­ur og und­ir lög og reglu­gerðir um hval­veiðar við Íslands­strend­ur. Niðurstaðan var sú að það væri eng­in und­anþága, það væri bara heim­ilt að veiða langreyðar og ekk­ert annað,“ seg­ir Ragn­ar Aðal­steins­son, lög­fræðing­ur Jarðar­vina, við mbl.is í gær.

Um­fjöll­un New York Times má nálg­ast hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina