Greiða 20 milljónir vegna umframafla

Aflalandað úr strandveiðibát.
Aflalandað úr strandveiðibát. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Álagn­ing vegna um­framafla strand­veiðibáta í maí til júlí­loka los­ar 20 millj­ón­ir króna sem renna í rík­is­sjóð.

Ef fram held­ur sem horf­ir má ætla að um­framafli 554 strand­veiðibáta verði tölu­vert meiri en und­an­far­in ár, seg­ir á heimasíðu Fiski­stofu.

Vegna júlí­mánaðar fengu 314 bát­ar til­kynn­ingu um meðferð máls vegna álagn­ing­ar vegna ólög­mæts sjáv­ar­afla. Alls nam álagn­ing­in rúm­lega átta og hálfri millj­ón króna sem renna í Verk­efna­sjóð sjáv­ar­út­vegs­ins. Þetta er um 30% hærri upp­hæð en lögð var á vegna um­framafla í júní.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina