„Ellefta langreyðarfóstrið í sumar“

Kristján segir það ekkert nýnæmi að þungaðar langreyðarkýr séu veiddar.
Kristján segir það ekkert nýnæmi að þungaðar langreyðarkýr séu veiddar. mbl.is/Ómar

„Þetta er bara svona í dýra­rík­inu, við ráðum ekki við það. Sam­tals hafa komið ell­efu fóst­ur í sum­ar,“ seg­ir Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., spurður um veiði á kelfdri langreyðarkú, sem dýra­vernd­un­ar­vernd­un­ar­sam­tök­in Hard to Port birtu mynd­ir af í gær. 

„Þetta ger­ist í hval­veiðum, og víðar í dýra­rík­inu þar sem veiðar eru stundaðar, alls staðar í heim­in­um. Þetta hef­ur verið birt í skýrsl­um ár­lega frá 1948. Þetta er ekk­ert að ger­ast í fyrsta skipti í dag,“ seg­ir Kristján.

Hann bend­ir einnig á að kelfd­ar kýr hljóti að vera góðar frétt­ir fyr­ir hvala­stofn­inn. „Ef við veidd­um hér heilt sum­ar og það kæmu eng­in fóst­ur þá væri eitt­hvað að.“

Veiðar á kálf­full­um kúm leyfðar

„Með því að leyfa hval­veiðar þá ertu alltaf að leyfa veiðar á kálf­full­um kúm.“ Þetta seg­ir Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir, hvala­sér­fræðing­ur og aðjunkt í líf­fræði við Há­skóla Íslands, í sam­tali við mbl.is

„Þegar verið er að veiða þessa hvali þá er ekki nokk­ur leið að gera grein­ar­mun á kynj­um. Kýrn­ar ganga með í ár svo það eru tölu­verðar lík­ur á að veidd sé kýr sem er á ein­hverju stigi meðgöng­unn­ar,“ seg­ir Edda Elísa­bet.

Myndin sem Hard to Port birti í gær.
Mynd­in sem Hard to Port birti í gær. Ljós­mynd/​Hard to Port

Sam­kvæmt 2. gr reglu­gerðar um hval­veiðar er bannað að veiða hvalkálfa, hvali á spena og kven­kyns hvali sem kálf­ar eða hval­ir á spena fylgja. Hins veg­ar er ekki bannað að veiða kelfd­ar hvalkýr, enda eng­in leið að vita hvort þær eru kelfd­ar eða ekki áður en þær eru veidd­ar.

„Ef þú ert að veiða þessi dýr þá veistu aldrei hvað þú ert að veiða nema bara hvort að dýrið er um það bil full­orðið eða ekki. Þú ger­ir ekki grein­ar­mun á törf­um og kúm, eða hvort þær eru kynþroska eða ekki,“ seg­ir Edda Elísa­bet og bend­ir í þessu sam­hengi á stjórn­un hrein­dýra­veiða, þar sem hægt er að gera grein­ar­mun á törf­um og kúm, aldri o.s.frv.
„Þú get­ur ekki með nokkru móti greint [kelfd­ar langreyðarkýr] nema með því að taka blóðsýni úr þeim og greina það áður en þú drep­ur þær.“

Ekki rétt að hverfa frá hval­veiðistefn­unni

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, tel­ur ekki rétt að hverfa frá þeirri meg­in­stefnu Íslands að viðhalda rétti til að nýta hvala­stofna við landið með sjálf­bær­um hætti líkt og aðrar lif­andi auðlind­ir hafs­ins, sam­kvæmt svari hans við fyr­ir­spurn um hval­veiðar, sem birt var á vef Alþing­is 28. júní.

Við spurn­ing­unni Styður ráðherra að hval­veiðistefna Íslend­inga verði end­ur­met­in? Seg­ir ráðherra m.a.: „Í ljósi þeirra miklu hags­muna sem Ísland hef­ur af sjálf­bærri nýt­ingu auðlinda hafs­ins hef­ur stefna stjórn­valda verið sú að standa gegn því að grafið verði und­an meg­in­regl­unni um sjálf­bæra nýt­ingu sem byggð er á vís­inda­legri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sér­stak­ar und­an­tekn­ing­ar frá meg­in­regl­unni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjáv­ar­spen­dýr.
Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra tel­ur ekki rétt að hverfa frá þess­ari meg­in­stefnu Íslands.“

Ekki náðist í Kristján Þór við vinnslu frétt­ar­inn­ar en aðstoðarmaður hans staðfesti að svarið stæði ennþá.

Kristján Þór Júlíusson sagði í svari frá 28.júní ekki rétt …
Kristján Þór Júlí­us­son sagði í svari frá 28.júní ekki rétt að hverfa frá meg­in­stefnu Íslands í hval­veiðimál­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is