Mokveiði á makríl rétt utan við höfnina

Stutt var á miðin fyrir smábáta, sem voru á veiðum …
Stutt var á miðin fyrir smábáta, sem voru á veiðum rétt utan við höfnina í Keflavík í gær. Íbúar í stórhýsunum við Pósthússtræti gátu fylgst með. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson

Nokkr­ir smá­bát­ar voru á mak­ríl­veiðum rétt við höfn­ina í Kefla­vík í gær og var mokveiði í gær­morg­un en ró­legra er leið á dag­inn.

Þegar talað var við Gylfa Berg­mann hafn­ar­starfs­mann um miðjan dag í gær var verið að landa úr þrem­ur bát­um og þrír biðu lönd­un­ar.

„Þeir hafa síðustu daga verið að fiska vel frá höfn­inni út fyr­ir Helgu­vík og Leiru og út und­ir Garðskaga­flös. Í fyrra­dag sá maður alls staðar vaðandi mak­ríl,“ seg­ir Gylfi í Morg­un­blaðinu í dag, en um 20 bát­ar hafa landað í Kefla­vík. Mak­rílafli smá­báta var í gær kom­inn yfir 2.000 tonn sam­tals og hafa 38 bát­ar landað afla, en kvóta var út­hlutað til 180 báta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: