Burðarþol Seyðisfjarðar metið tíu þúsund tonn

Í Seyðisfirði er mesta dýpi 89 metrar utarlega í firðinum …
Í Seyðisfirði er mesta dýpi 89 metrar utarlega í firðinum og grunn eða nokkurs konar þröskuldur er utan fjarðarins með um 69 m dýpi. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Haf­rann­sókna­stofn­un met­ur burðarþol Seyðis­fjarðar með til­liti til sjókvía­eld­is allt að tíu þúsund tonn á ári. „Vegna aðstæðna í Seyðis­firði og varúðarnálg­un­ar varðandi raun­veru­leg áhrif áætlaðs eld­is á vatns­gæði og botn­dýra­líf, tel­ur Haf­rann­sókna­stofn­un að hægt sé að leyfa allt að 10.000 tonna líf­massa í Seyðis­firði á ári,“ seg­ir á heimasíðu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Jafn­framt kem­ur þar fram að vökt­un á áhrif­um eld­is­ins fari fram og hún yrði for­senda fyr­ir hugs­an­legu end­ur­mati á burðarþoli fjarðar­ins, til hækk­un­ar eða lækk­un­ar, sem byggt væri á raun­gögn­um. Þá er bent á í grein­ar­gerð með burðarþols­mat­inu að æski­legra sé að eld­is­massi sé frek­ar utar í firðinum en inn­ar.

Þar kem­ur fram að í Seyðis­firði er mesta dýpi 89 metr­ar ut­ar­lega í firðinum og grunn eða nokk­urs kon­ar þrösk­uld­ur er utan fjarðar­ins með um 69 m dýpi. Nokk­urt svæði í ytri hluta fjarðar­ins er dýpra en 80 metr­ar, en meðal­dýpi fjarðar­ins er um 55 metr­ar.

Dýpi fjarðar­ins er þannig háttað að frá grunni ofan 20 metra dýpk­ar hratt niður á meira en 60 metra og því má gera ráð fyr­ir að botn­fall frá fisk­eldi falli og skríði nokkuð hratt niður í djúplag fjarðar­ins, seg­ir í grein­ar­gerðinni. Lengd fjarðar­ins er um 17,5 kíló­metr­ar, flat­ar­mál er um 34 fer­kíló­metr­ar og rúm­málið er um 1,88 rúm­kíló­metr­ar.

Burðarþols­mat fylgi rekstr­ar­leyfi

Í lög­um um fisk­eldi er ákvæði um að rekstr­ar­leyfi skuli fylgja burðarþols­mat sem fram­kvæmt sé af Haf­rann­sókna­stofn­un. Í lög­un­um er mat á burðarþoli svæða skil­greint sem þol þeirra til að taka á móti auknu líf­rænu álagi án þess að það hafi óæski­leg áhrif á líf­ríkið þannig að viðkom­andi vatns­hlot upp­fylli um­hverf­is­mark­mið.

Á heimasíðu Um­hverf­is­stofn­un­ar er hug­takið vatns­hlot skýrt með því að það sé notað um allt það vatn sem er að finna í t.d. strand­sjó eða stöðuvatni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: