Gagnrýnir tilgangslítið tilraunaeldi í Ísafjarðardjúpi

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Lands­sam­band veiðifé­laga lýs­ir yfir ein­dreg­inni and­stöðu gegn fyr­ir­huguðu 3.000 tonna til­rauna­fisk­eldi á frjó­um laxi í Ísa­fjarðar­djúpi og var­ar Haf­rann­sókna­stofn­un við því að fjár­mun­um verði sóað í til­gangs­lítið verk­efni. Þetta kem­ur fram í bréfi sem lands­sam­bandið sendi Haf­rann­sókna­stofn­un í vik­unni.

Haf­rann­sókna­stofn­un til­kynnti í byrj­un júlí að gera ætti tak­markaða til­raun í Ísa­fjarðar­djúpi til að rann­saka ákveðna þætti í fisk­eldi í sam­vinnu við eld­is­fyr­ir­tæki. Til­raun­in yrði tak­mörkuð í magni við há­mark 3.000 tonn af frjó­um laxi og til 5 ára.

Lands­sam­band veiðifé­laga lýs­ir yfir furðu sinni á þess­ar til­raun og tel­ur að svo tak­mörkuð til­raun ein og sér muni gefa falska mynd af af­leiðing­um tugþúsunda tonna eld­is þar í hagnaðarskyni. Þá hafi slík­ar rann­sókn­ir þegar verið fram­kvæmd­ar í Nor­egi um ára­bil og niður­stöður þeirra hafi verið kynnt­ar og rædd­ar op­in­ber­lega á Íslandi.

Sam­bandið tel­ur að leggja beri höfuðáherslu á rann­sókn­ir og þróun geld­stofna fyr­ir lax­eldi á Íslandi og að þær verði best fram­kvæmd­ar á svæðum þar sem fisk­eldi er nú þegar heim­ilað. „Notk­un geld­stofna er eina trygga leiðin svo koma megi í veg fyr­ir að ís­lensk­um villt­um stofn­um verði spillt í framtíðinni með erfðablönd­un af völd­um lax­eld­is í opn­um sjókví­um,“ seg­ir í bréf­inu.

Er verið að búa til rang­ar niður­stöður?

Í bréf­inu ósk­ar lands­sam­bandið eft­ir ít­ar­leg­um upp­lýs­ing­um við níu spurn­ing­um. Spurt er m.a. um hvort Haf­rann­sókna­stofn­un hafi vaktað um­hverf­isþætti í því eldi sem nú þegar er rekið á Vest­fjörðum og í hvaða mæli það hafi verið gert.

Spurt er hvernig Haf­rann­sókna­stofn­un muni standa að vali á sam­starfsaðila vegna fyr­ir­hugaðrar rann­sókn­ar og hvort viðræður við hafi farið fram við eld­is­fyr­ir­tækið Háa­fell ehf. Einnig er spurt um áætlaðan kostnað við verk­efnið.

Þá er spurt hvort að Haf­rann­sókna­stofn­un telji að tak­mörkuð rann­sókn í Ísa­fjarðar­djúpi sé lík­leg til að skila raun­hæf­um niður­stöðum ef þær eigi að vera grund­völl­ur ákv­arðana um stór­fellt eldi frjórra laxa í Ísa­fjarðar­djúpi.

„Er ekki í raun­inni verið að búa til aðstæður sem gefa rang­ar niður­stöður?“ spyr lands­sam­bandið Haf­rann­sókna­stofn­un einnig að og ósk­ar svara sem fyrst.

mbl.is