Reyna að semja um makríl á ný

Sigurgeir Þorgeirsson hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu segist ekki hafa miklar …
Sigurgeir Þorgeirsson hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að minna finnst af makríl í íslenskri lögsögu. Þá segir hann einnig að samningaviðræður verði í London í október við ESB, Noreg og Færeyjar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þótt það mæl­ist minna af mak­ríl í lög­sögu Íslands en und­an­far­in ár er ekki ástæða til þess að hafa mikl­ar áhyggj­ur af stöðunni seg­ir Sig­ur­geir Þor­geirs­son hjá at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu, og samn­ingamaður fyr­ir Íslands hönd um upp­sjáv­ar­stofna, í sam­tali við mbl.is.

Þá seg­ir hann einnig að til standi að gera til­raun til þess að semja um mak­ríl­veiðarn­ar á ný í haust, en Ísland hef­ur ekki haft aðild að samn­ingi um veiðar á mak­ríl til þessa.

Komið hef­ur fram í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins og mbl.is að mun minna mæl­ist af mak­ríl á hafsvæðinu við Ísland en verið hef­ur und­an­far­in ár. Þetta er á meðal niðurstaðna úr upp­sjáv­ar­leiðangri sem far­inn var á tíma­bil­inu 30. júní til 6. ág­úst.

Litl­ar áhyggj­ur

„Þótt það mæl­ist minna [af mak­ríl] í okk­ar lög­sögu en und­an­far­in ár, og það skal tekið fram að það hef­ur verið gríðarlegt magn af mak­ríl í okk­ar lög­sögu síðan þess­ar mæl­ing­ar byrjuðu 2010, þá hrekk­ur maður svo sem ekki mikið við,“ seg­ir Sig­ur­geir.

Evr­ópu­sam­bandið, Nor­eg­ur og Fær­eyj­ar gerðu milli sín samn­ing um mak­ríl­veiðar árið 2014, án aðkomu Íslend­inga og gef­ur Ísland því út ein­hliða kvóta á mak­ríl.

„Við vor­um komn­ir dá­lítið áleiðis með að ná sam­komu­lagi meðal ann­ars gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu 2013, en þar náðist ekki sam­komu­lag við aðra aðila þar um. Þá var það al­veg ljóst þegar þeir luku sín­um samn­ingi vorið 2014 að okk­ur stóðu ekki til boða aðgengi­leg kjör að okk­ar mati,“ seg­ir Sig­ur­geir.

Spurður hvaða áhrif það gæti haft á veiðar Íslend­inga fari mak­ríll­inn úr lög­sögu lands­ins án þess að samn­ing­ur sé til staðar, seg­ist Sig­ur­geir ekki hafa mikl­ar áhyggj­ur. „Það get­ur vel verið að hann hegði sér allt öðru­vísi og verður í miklu meiri mæli hjá okk­ur á næsta ári. Þannig að ég myndi að svo komnu máli ekki hafa þung­ar áhyggj­ur af þessu, en okk­ur er svo frjálst að veiða á út­haf­inu.“

Til­raun til samn­inga í haust

Sam­komu­lagið um mak­ríl­veiðarn­ar frá 2014 renn­ur út í árs­lok og stend­ur til að hefja viðræður um mak­ríl­veiðar á ný vik­una 8.-12. októ­ber í London að sögn Sig­ur­geirs, þá bend­ir hann á að einnig séu ekki samn­ing­ar til staðar um kol­munna og norsk-ís­lensku síld­ina.

Hann seg­ir þó al­farið óljóst á þessu stigi hvort Evr­ópu­sam­bandið, Nor­eg­ur og Fær­eyj­ar ein­fald­lega fram­lengi gild­andi sam­komu­lag eða hvort ein­hverj­ar breyt­ing­ar verða gerðar.

„Nú reyn­ir á það í haust hvort það tekst að gera alls­herj­ar­samn­ing með öll­um aðilum inni, þá á ég við með okk­ur og hugs­an­lega Græn­lend­ing­um líka. Það er líka ósamið um norsk-ís­lenska síld og kol­munna og það verður gerð at­laga að því í haust að ná ein­hvers kon­ar sam­komu­lagi um alla þessa stofna, en það er al­veg hugs­an­legt að það endi bara á fram­leng­ingu mak­ríl­samn­ingi þessa þriggja,“ seg­ir Sig­ur­geir.

mbl.is