Stefna á 6 þúsund tonna eldi

Lokaðar kvíar í einni kerfisfestingu við Sæterosen í Nordland-fylki í …
Lokaðar kvíar í einni kerfisfestingu við Sæterosen í Nordland-fylki í Noregi.

Fisk­eld­is­fyr­ir­tækið AkvaFut­ure ehf. hef­ur lagt fram matsáætl­un fyr­ir fisk­eldi í lokuðum sjókví­um í Ísa­fjarðar­djúpi. Fyr­ir­tækið  stefn­ir á allt að 6.000 tonna eldi í fjór­um inn­fjörðum í Djúp­inu, fá­ist samþykki yf­ir­valda. Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur þegar metið burðarþol svæðis­ins og tel­ur að þar sé hægt að fram­leiða 30 þúsund tonn af laxi ár­lega. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá AkvaFut­ure.

Rögn­vald­ur Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri AkvaFut­ure, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu kosti lokaðra sjókvía mikla um­fram op­inna.

„Við höf­um fengið staðfest að þessi tækni kem­ur al­farið í veg fyr­ir að laxal­ús skaði eld­islax­inn. Jafn­framt er dregið stór­lega úr um­hverf­isáhrif­um lax­eld­is því með auðveld­um hætti má safna upp botn­falli frá eld­inu.“ Þá fyr­ir­byggi þessi eldis­tækni nán­ast al­farið að fisk­ur sleppi. „Aðeins við stór­kost­leg­ar ham­far­ir eða mis­tök við flutn­ing er hætta á því,“ seg­ir hann.

AkvaFut­ure ehf. er dótt­ur­fé­lag norska fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins AkvaDesign AS sem hann­ar lokuðu kví­arn­ar, en syst­ur­fé­lagið AkvaFut­ure AS rek­ur lax­eldi í lokuðum sjókví­um í Brønnøysund í Nor­egi. Þar hef­ur fyr­ir­tækið fengið svo­kallað „þró­un­ar­leyfi“ frá yf­ir­völd­um.

Rögn­vald­ur seg­ir að það stafi af því að norsk stjórn­völd hafi ekki veitt leyfi til fisk­eld­is í opn­um kví­um síðan 2009 vegna mik­illa nei­kvæðra um­hverf­isáhrifa. „Norsk stjórn­völd veita nú aðeins ný leyfi gegn strang­ari kröf­um; svo­kölluð þró­un­ar­leyfi. Það væri áhuga­vert að sjá þenn­an sama metnað fyr­ir ný­sköp­un og framþróun hér á landi,“ seg­ir Rögn­vald­ur enn frem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is