Klóra sér í hausnum yfir kengúru

Kengúrur eru ekki daglegir gestir í Austurríki.
Kengúrur eru ekki daglegir gestir í Austurríki. Mynd/Skjáskot af vef BBC

Lög­regl­an í smá­bæn­um Kirchschlag í norður­hluta Aust­ur­rík­is klór­ar sér nú í hausn­um yfir keng­úru sem virðist haf­ast við í ná­grenni bæj­ar­ins. Fjöl­marg­ar til­kynn­ing­ar hafa borist um keng­úr­una ásamt mynd­um og mynd­skeiðum þannig lög­regl­an er nokkuð viss um að hér sé um keng­úru að ræða en ekki annað dýr. Sem er ansi sér­kenni­legt því heim­kynni keng­úr­unn­ar eru í Ástr­al­íu, í um 14 þúsund kíló­metra fjar­lægð frá Aust­ur­ríki. BBC grein­ir frá.

Búið er að hafa sam­band við alla dýrag­arða á stóru svæði í kring en eng­inn kann­ast við að sakna keng­úru. Lög­regl­an von­ast þó til að eig­and­inn gefi sig fram á end­an­um. Þangað til verður reynt að fanga keng­úr­una líkt og um stroku­hund sé að ræða.

Ruth Kastner er ein þeirra sem hafa séð keng­úr­una hopp­andi um á víðavangi, en hún og eig­inmaður henn­ar trúðu ekki sín­um eig­in aug­um. „Við hugsuðum með okk­ur: „Er þetta al­vöru­keng­úra?“ en það fór ekki á milli mála þegar hún hoppaði inn í skóg­inn.“

Ekki hef­ur verið hægt að staðfesta um hvaða teg­und er að ræða en Daniela Art­mann, dýra­hirðir í Schmiding-dýrag­arðinum, tel­ur hana vera af teg­und­inni benett sem þolir ágæt­lega kald­ara lofts­lag.

Þrátt fyr­ir að keng­úr­ur séu sjald­séðir gest­ir í Aust­ur­ríki og þetta til­tekna poka­dýr hafi valdið mikl­um heila­brot­um er þetta ekki í fyrsta skipti sem keng­úra dúkk­ar þar upp. Árið 2015 bár­ust marg­ar til­kynn­ing­ar um keng­úru en í ljós kom að um gælu­dýr var að ræða sem hafði náð að strjúka frá eig­anda sín­um í Þýskalandi.

Käng­uruh im #Mühlviertel. #bergdorf #austr­alien

A post shared by @ fkaineder on Sep 1, 2018 at 11:10am PDT

mbl.is