Hljótum að þurfa að doka við

"Við eigum að nýta og gera verðmæti úr öllum tegundum," segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ánægju­legt er að sjá ný skip koma inn í ís­lenska fiski­skipa­flot­ann og fá að fylgj­ast með þeirri upp­bygg­ingu sem nú á sér stað í land­vinnslu, eins og á Dal­vík og Grund­arf­irði. Á sama tíma er erfitt að horfa upp á ónýtt­ar afla­heim­ild­ir í teg­und­um á borð við blálöngu, keilu og gulllax, sér í lagi þegar því valda einna helst há veiðigjöld stjórn­valda.

Þetta seg­ir Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, í sam­tali við 200 míl­ur.

„Það er hug­hreyst­andi að sjá tæknifyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi í stöðugum vexti, og sí­fellt vax­andi út­flutn­ing­ur á ís­lensku hug­viti sem skap­ast hef­ur í at­vinnu­grein­inni er mikið ánægju­efni.“

Fjár­fest­inga þörf í skip­um

„End­ur­nýj­un hef­ur auðvitað verið mik­il á und­an­förn­um árum en þó ef til vill ekki nægi­leg. Skipa­flot­inn er ennþá til­tölu­lega gam­all þegar á heild­ina er litið og von­andi verður því áfram hag­stætt ár­ferði til fjár­fest­inga. Þegar við horf­um til að mynda yfir botn­fisk­flot­ann þá má segja að end­ur­nýj­un þar sé brýn, og fjár­fest­inga þörf í nýj­um skip­um.“

Heiðrún seg­ir nýt­ing­ar­stefnu stjórn­valda, með afla­reglu í þorskveiðum, hafa skilað mikl­um ár­angri á und­an­gengn­um árum. Leyfi­leg­ur há­marks­afli hafi þannig auk­ist úr 130 þúsund tonn­um í rúm­lega 260 þúsund tonn á ein­um ára­tug, og hrygn­ing­ar­stofn þorsks vaxið úr 125 þúsund tonn­um í 650 þúsund tonn á ald­ar­fjórðungi.

„Með hóf­legri sókn sam­kvæmt afla­reglu hafa fisk­arn­ir náð að lifa og vaxa leng­ur og fram­lag á hvern nýliða til bæði afla og hrygn­ing­ar­stofns er því mun meira en áður var,“ seg­ir hún. „Kostnaður við veiðar er mun minni þegar veitt er úr stór­um stofni en litl­um og því er af­koma þorskveiðanna mun betri en hún væri ef stofn­inn væri lít­ill.“

Greini­lega að gera rétta hluti

Mik­il­vægt sé að halda áfram á þess­ari braut. Veru­leg viðbót­ar­aukn­ing ársafla sam­kvæmt afla­reglu velti á því að stór hrygn­ing­ar­stofn nái að geta af sér mun stærri ár­ganga í framtíðinni.

„Það má kalla þetta síg­andi lukku. Við höf­um séð litla en stöðuga aukn­ingu, ár frá ári, að segja má frá ár­inu 2007. Von­andi held­ur þetta áfram því við erum greini­lega að gera eitt­hvað rétt í fisk­veiðistjórn­un­inni, sér í lagi hvað varðar þorskinn.“

Nýr samn­ing­ur um loðnu­veiðar, und­ir­ritaður af stjórn­völd­um Íslands, Græn­lands og Nor­egs, er afar mik­il­væg­ur, að sögn Heiðrún­ar. Hann tryggi hags­muni Íslands í veiðunum næstu árin og áfram­hald­andi ábyrga nýt­ingu loðnu­stofns­ins, sem hafi mikla þýðingu bæði fyr­ir loðnu­veiðar og einnig vegna mik­il­væg­is loðnunn­ar sem fæðu fyr­ir aðra stofna nytja­fiska á Íslands­miðum, svo sem þorsks, ýsu, ufsa og kola.

„Það er kom­in nokk­ur reynsla á nýja afla­reglu við loðnu­veiðar frá ár­inu 2015, sem lögð er til grund­vall­ar í þess­um samn­ingi. Í afla­regl­unni er tekið fullt til­lit til óvissu í mæl­ing­um og öðrum þátt­um með bein­um hætti, eins og nú er al­mennt orðið í þess­um efn­um,“ seg­ir Heiðrún. „Nauðsyn­legt er að leggja mat á þessa reynslu og skoða leiðir til að fá betra mat á óviss­una.“

Ekki hægt að úti­loka veiðibann

Humar­vertíðin í ár hef­ur ekki gengið sem skyldi og spurð um kom­andi fisk­veiðiár seg­ir Heiðrún að ástand stofns­ins valdi sér áhyggj­um og mik­il óvissa sé um fram­haldið. Fram­far­ir séu þó í stofn­mæl­ing­um, svo sem með neðan­sjáv­ar­mynda­vél­um í stað toga, og mynd­in geti skýrst með því.

„Þessi þróun er okk­ur auðvitað mikið áhyggju­efni. Við þurf­um ein­fald­lega að gera mun bet­ur í rann­sókn­um, enda eru sí­felld­ar breyt­ing­ar í haf­inu sem hafa svo áhrif á fisk­gengd. Við eig­um að passa upp á það að sinna rann­sókn­um svo að sómi sé að.“

Mun­um við jafn­vel horfa fram á bann við veiðum á humri ef fram held­ur sem horf­ir?

„Maður von­ar að sjálf­sögðu ekki. En miðað við stöðuna er því miður ekki hægt að úti­loka bann.“

Ótrú­lega gjöf­ul fiski­mið

Kol­munna­veiðar seg­ir Heiðrún hafa gengið ágæt­lega og von­andi sé mak­ríl­veiðin að glæðast, sem byrjað hafi hálf-brös­ug­lega.

„Menn hafa náð að stemma sig af eft­ir verk­fall í helstu teg­und­um en enn vant­ar mikið upp á að afla­heim­ild­ir verði full­nýtt­ar í teg­und­um eins og til dæm­is blálöngu, keilu og gulllaxi. Það er mikið áhyggju­efni, sér í lagi þegar stór þátt­ur í því er hátt veiðigjald. Þegar gjaldið er orðið þannig að það borg­ar sig ekki að sækja og gera virði úr ein­tök­um teg­und­um, þá hef­ur aug­ljós­lega verið gengið of langt,“ seg­ir Heiðrún.

„Við höf­um hér ótrú­lega gjöf­ul fiski­mið og við eig­um að nýta og gera verðmæti úr öll­um þeim teg­und­um sem hér eru. Raun­in er hins veg­ar orðin sú að með háu veiðigjaldi, auk styrk­ing­ar krón­unn­ar og mik­illa launa­hækk­ana, borg­ar sig ekki leng­ur að sækja í þess­ar teg­und­ir. Þar af leiðandi verður ríkið, og þjóðin, af mikl­um verðmæt­um.“

„Þegar komið er á þenn­an stað þá hljót­um við að þurfa að doka við og end­ur­skoða þær ákv­arðanir sem hafa verið tekn­ar um gjald­töku í at­vinnu­grein­inni. Þegar veiðigjaldið er orðið næst­stærsti kostnaðarliður­inn í út­gerð, á eft­ir launa­kostnaði, þá krefst sú staða auðsýni­lega end­ur­skoðunar. Rík­is­sjóður verður ein­fald­lega af fjár­mun­um, séu þess­ar teg­und­ir ekki nýtt­ar.“ 

Ólafur Sigurðsson hampar þeim gula í Grindavík.
Ólaf­ur Sig­urðsson hamp­ar þeim gula í Grinda­vík. Mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
Sigling. Grímsnes GK á leið inn til Njarðvíkur.
Sigl­ing. Gríms­nes GK á leið inn til Njarðvík­ur. Mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina