Gætum selt mun meira af humri

Humar er hafður í dýru gildi í ýmsum löndum Suður-Evrópu.
Humar er hafður í dýru gildi í ýmsum löndum Suður-Evrópu. Sigurður Bogi Sævarsson

Á ör­fá­um árum hef­ur orðið veru­leg­ur sam­drátt­ur í humar­veiðum hér við land. Mæl­ing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar benda til þess að nýliðun humarstofns­ins hafi tekið að minnka árið 2008 og lín­an legið rak­leiðis niður á við síðan þá. Veiðiheim­ild­ir hafa minnkað í sam­ræmi við þróun stofns­ins: á veiðitíma­bil­inu 2010-11 var afla­mark 2.100 tonn en komið niður í 1.300 tonn kvóta­árið 2016-17.

„Stofn­inn er í mik­illi niður­sveiflu og al­gjör brest­ur í nýliðun,“ seg­ir Sverr­ir Hall­dórs­son, sviðsstjóri botn­fisksviðs Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, þegar hann er spurður um ástandið.

Minnk­andi nýliðun má m.a. sjá á vax­andi meðal­stærð þess humars sem veiðist sem þýðir að hlut­fall ungs og smá­vax­ins humars fer minnk­andi. Sverr­ir seg­ir mögu­lega hægt að greina minni­hátt­ar viðsnún­ing á allrasíðustu miss­er­um. „Þeir hjá Skinn­ey-Þinga­nesi hafa haft frum­kvæði að því að reyna að nota þau gögn sem verða til í vinnsl­un­um til að greina ástand stofns­ins, enda all­ur humar­inn flokkaður sjálf­virkt. Töl­urn­ar gefa okk­ur vís­bend­ingu um að meðalþyngd þess humars sem veiðist hafi lækkað ör­lítið og er það góðs viti.“

Kost­ar störf og dreg­ur úr hag­kvæmni veiða

Sam­drátt­ur humar­veiða hef­ur nei­kvæð áhrif á rekst­ur út­gerðanna sem veiðarn­ar stunda og bitn­ar á at­vinnu­lífi þeirra bæj­ar­fé­laga þar sem þess­ar út­gerðir starfa. Sverri bend­ir á að þau fyr­ir­tæki sem eru um­svifa­mest í humar­veiðum; Skinn­ey-Þinga­nes, Rammi og Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um, stundi bless­un­ar­lega fjöl­breytt­ar veiðar og því marg­ar stoðir und­ir rekstr­in­um. Tapið er samt greini­legt: „Hjá Vinnslu­stöðinni höf­um við gert út tvö humar­veiðiskip und­an­far­in ár en vor­um áður með þrjú og jafn­vel fjög­ur. Á verju skipi er tíu manna áhöfn, og með af­leys­inga­fólki vel á þriðja tug manna sem hafa beina at­vinnu af veiðum eins skips, og síðan annað eins af fólki sem vinn­ur við humar­vinnslu landi, að af­leidd­um störf­um ótöld­um,“ seg­ir Sverr­ir og bend­ir á að eft­ir því sem veiðarn­ar drag­ast meira sam­an verði þær líka óhag­kvæm­ari. „Það er best að vera með sem mesta sam­fellu í veiðum og vinnslu en nú er svo komið að þá mánuði sem að humar­veiðar standa yfir er humar­vinnsl­an ekki starf­andi nema hluta úr viku.“

Auk þess sem veiðimagnið hef­ur breyst hef­ur veiðitím­inn færst lít­il­lega til. Sverr­ir seg­ir að skv. ákvæðum reglu­gerða megi humar­veiðar ekki byrja fyrr en í mars og vera lokið í nóv­em­ber. „Hér áður fyrr voru menn oft að byrja um miðjan maí og voru að fram til ág­úst-sept­em­ber, en það hef­ur breyst og veiðarn­ar byrja núna fyrr.“

Ekki er með öllu ljóst hvað gæti skýrt versn­andi ástandi humarstofns­ins. „Ástæðan er ekki sú að veiðarn­ar hafi verið óhóf­leg­ar, og hef­ur kvót­inn verið skor­inn niður jafnt og þétt en þrátt fyr­ir það hef­ur gerst að ónýtt­ur kóti hafi brunnið inni,“ seg­ir Sverr­ir og bæt­ir við að Haf­rann­sókna­stofn­un hafi á und­an­förn­um árum aukið rann­sókn­ir á ís­lensk­um humri og m.a. beitt nýj­um aðferðum til að kort­leggja bet­ur búsvæði teg­und­ar­inn­ar.

Á meðan eykst eft­ir­spurn­in

En gæti það gerst að ís­lensk­ir mat­gæðing­ar færu að eiga í vand­ræðum með að finna hum­ar úti íbúð, til að setja á grillið eða í pönn­una? Sverr­ir seg­ir það vissu­lega auka á vand­ann að á sama tíma og humarstofn­inn hef­ur skroppið sam­an hef­ur eft­ir­spurn á inn­an­lands­markaði auk­ist og þá ekki síst vegna fjölg­un­ar ferðamanna sem vilja ólm­ir smakka humar­rétti á veit­inga­stöðunum. „Inn­an­lands­markaður­inn er orðinn miklu stærri en hann var, en þar selj­um við nær ein­göngu humar­hala á meðan það er einkum heill fryst­ur hum­ar, með haus og öllu sam­an, sem seld­ur er úr landi. Sam­setn­ing­in á söl­unni hef­ur verið að breyt­ast smám sam­an, og meira hlut­fall af veidd­um humri sem rat­ar inn á inn­an­lands­markað. Engu að síður hafa marg­ir fram­leiðend­ur þurft að skera við nögl þar sem þeir geta af­hent inn­lend­um kaup­end­um og við gæt­um sjálfsagt selt mun meira af humri inn­an­lands ef við ætt­um hann til.“

Skipt­ar skoðanir eru um hvaða skref ætti að stíga næst. Sum­ir hafa jafn­vel viðrað þá hug­mynd að rétt­ast væri að banna humar­veiðar tíma­bundið, og gefa stofn­in­um þannig enn betra tæki­færi til að styrkj­ast. Sverr­ir seg­ir að grein­in reiði sig á ráðlegg­ing­ar og rann­sókn­ir Hafró hann en var­ar þó við því að al­gjör stöðvun veiða muni hafa ýms­ar nei­kvæðar af­leiðing­ar. „Það verður nefni­lega hæg­ara sagt en gert að sækja aft­ur inn á markaði þegar veiðar hefjast að nýju. Að vinna aft­ur tapaðan markað er alls ekki sjálf­gefið og gæti verið æski­legra að stöðva veiðar ekki al­farið svo að megi áfram halda viðskipta­leiðum opn­um,“ seg­ir hann. „Það er einnig mik­il­vægt að halda áfram veiðum til að hafa yf­ir­sýn ástandið á miðunum. Veiðarn­ar þarf bara að stunda með allri nauðsyn­legri varúð. Stofn­inn mun rétta sig við en það mun taka ein­hvern tíma og við verðum þrauka á meðan hann bygg­ist upp á ný.“

Í humarvinnslu Ramma í Þorlákshöfn.
Í humar­vinnslu Ramma í Þor­láks­höfn. Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
Við höfnina í Vestmannaeyjum.
Við höfn­ina í Vest­manna­eyj­um.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: