HB Grandi kaupir Ögurvík

HB Grandi.
HB Grandi. mbl.is/Hjörtur

HB Grandi hf. hef­ur gert samn­ing um kaup á öllu hluta­fé í út­gerðarfé­lag­inu Ögur­vík ehf. af Brimi.

Kaup­verðið er um 12,3 millj­arðar króna (95 millj­ón­ir evra) en get­ur tekið leiðrétt­ing­um þegar niðurstaða fjár­hags­upp­gjörs fé­lags­ins miðað við 31. ág­úst 2018 ligg­ur fyr­ir.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá HB Granda.

Kaup­in eru gerð með fyr­ir­vara um samþykki stjórn­ar HB Granda hf. og hlut­hafa­fund­ar fé­lags­ins.

Viðskipt­in eru einnig háð samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um samrun­ann sem kaup­in leiða til.

Kaup­in verða fjár­mögnuð með eig­in fé og láns­fjár­magni og verða hluta­bréf­in af­hent við greiðslu kaup­verðs.

Jafn­framt ligg­ur fyr­ir vilji stjórn­ar HB Granda til að skoða sölu fé­lag­ins á frysti­tog­ara sem nú er í smíðum á Spáni, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Tvö ár eru liðin síðan Brim keypti Ögur­vík. 

mbl.is