Hvalveiðar valda einstaka núningi

Hval­veiðar hafa ekki haft telj­andi áhrif á hags­muni Íslands eða sam­skipti við önn­ur ríki þó að þær valdi ein­staka nún­ingi. Þetta kem­ur fram í svari ut­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Þor­gerðar K. Gunn­ars­dótt­ur um mót­mæli gegn hval­veiðum og viðskipta­hags­muni.

Fyr­ir Íslend­inga sem þjóð svo háða sjáv­ar­út­vegi og auðlind­um hafs­ins verður ekki samið um rétt Íslands til hval­veiða. Sá rétt­ur er óumsemj­an­leg­ur,“ kem­ur fram í svari ráðherra við spurn­ingu hvort hann styðji að hval­veiðistefna Íslend­inga verði end­ur­met­in.

Enn frem­ur kem­ur fram að virða beri alþjóðalög og sátt­mála. Ekki sé unnt að vé­fengja rétt Íslands til að nýta sjáv­ar­auðlind­ir á borð við hval með ábyrg­um og sjálf­bær­um hætti; líkt og raun­in er.

Ráðherra tel­ur ákvörðun Hvals hf. um að hefja hval­veiðar að nýju 6. júlí ekki hafa nein áhrif á mála­leit­an­ir um fríversl­un­ar­samn­inga við Banda­rík­in og Bret­land.

mbl.is