Fylgjendum knattspyrnumannsins Rúriks Gíslasonar á Instagram hefur fækkað en fylgjendum hans fjölgaði snarlega í sumar í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Er hann nú með 1,2 milljónir fylgjenda en í sumar var hann með 1,3 milljónir fylgjenda.
Vöðvatröllið Hafþór Júlíus Björnsson og CrossFit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir eru bæði með 1,3 milljónir fylgjenda. Hafþór og Katrín Tanja eiga ekki langt í 1,4 milljónir fylgjenda en Hafþór á þó aðeins fleiri fylgjendur þegar þetta er skrifað eða 1.396.826 fylgjendur. Sara Sigmundsdóttir CrossFit-stjarna er með 1,2 milljónir fylgjenda líkt og Rúrik.