Grandinn gæti orðið Kísildalur sjávarútvegsins

„Við heyrum frá Noregi að þar er búist við að …
„Við heyrum frá Noregi að þar er búist við að ráðgjafarþjónusta verði sú hlið fiskeldisins sem muni vaxa hraðast á komandi árum. Ísland hefur alla burði til að gera það sama,“ segir Þór Sigfússon. mbl.is/RAX

Stefnu­mót­un og mark­viss upp­bygg­ing gæti eflt ný­sköp­un­ar­starf úti á Granda enn meira og hjálpað Íslandi að ná af­ger­andi for­ystu í verðmæta­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi. Við skipu­lag svæðis­ins þarf að gæta að því að at­vinnu­líf víki ekki fyr­ir íbúðabyggð en það gæti komið vel út ef hag­kvæm­ar íbúðir og minni vinnustaðir bland­ast sam­an.

Gam­an hef­ur verið að fylgj­ast með þeirri miklu upp­bygg­ingu sem orðið hef­ur úti á Granda á ógn­ar­skjót­um tíma. Þar hef­ur starf­semi Íslenska sjáv­ar­klas­ans verið ein helsta víta­mínspraut­an og borg­ar­hluti sem áður var í niðurníðslu iðar núna af mann­lífi og hef­ur laðað til sín bæði stór og smá fyr­ir­tæki.

Þór Sig­fús­son, stofn­andi Íslenska sjáv­ar­klas­ans, seg­ir klas­ann hafa orðið til við bestu mögu­legu skil­yrði. Öflug­ar stofn­an­ir og metnaðarfull fyr­ir­tæki hafi und­ir­búið jarðveg­inn fyr­ir svæði sem í dag mætti kalla Kís­il­dal sjáv­ar­út­vegs­ins: „Þegar Íslenski sjáv­ar­klas­inn kom fram á sjón­ar­sviðið fyr­ir sjö árum var búið að leggja grunn­inn að þeim meg­in­stofn­un­um sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn reiðir sig á, og sem landið er í dag þekkt fyr­ir á alþjóðavett­vangi. Með góðri fisk­veiðistjórn­un var búið að efla út­gerðirn­ar og við gát­um litið til sterkra fyr­ir­mynda eins og Mar­els og Zy­metech sem sýndu hvað væri hægt að gera með hug­vitið að vopni.“

Gætu aukið á for­skotið

Sjáv­ar­klas­inn mun á næst­unni gefa út ít­ar­lega skýrslu þar sem kynnt­ar eru áhuga­verðar hug­mynd­ir um framtíð Grand­ans og hvernig þar gæti orðið til hug­mynda­verk­smiðja á heims­mæli­kv­arða: „Sem þjóð erum við Íslend­ing­ar að átta okk­ur æ bet­ur á því að við höf­um al­gjöra sér­stöðu í sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Bæði eig­um við rann­sókna- og fræðastofn­an­ir sem hafa gert mjög góða hluti, en líka út­gerðar- og tæknifyr­ir­tæki sem aðrar þjóðir líta til sem fyr­ir­mynda um það sem koma skal. Spurn­ing­in sem við þurf­um núna að reyna að svara er hvort við get­um með ein­hverju móti nýtt okk­ur þetta for­skot enn bet­ur.“

Íslenski sjáv­ar­klas­inn virðist hafa náð að leysa mikla krafta úr læðingi. Klas­inn hef­ur vaxið jafnt og þétt og hýs­ir núna rösk­lega 60 fyr­ir­tæki og frum­kvöðla í 3.500 fer­metra húsi, steinsnar frá Reykja­vík­ur­höfn. Þór tel­ur samt hægt að gera miklu meira og það sé fjarri því búið að laða fram all­an þann ný­sköp­un­ar­mátt sem býr í grein­inni. „Hér væri klár­lega hægt að byggja upp tölu­vert stærri kjarna í kring­um aukna verðmæta­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi,“ seg­ir hann og bæt­ir við að það virðist skipta miklu að reyna að safna sem flest­um sjáv­ar­út­vegs­sprot­um á einn stað frek­ar en að dreifa þeim um höfuðborg­ar­svæðið eða jafn­vel um landið allt. „Við höf­um séð það hjá fyr­ir­tækj­un­um sem hafa orðið til hjá okk­ur, stækkað og síðan flutt burt að þau sækja í að koma aft­ur niður að höfn­inni og vera í ná­lægð við bæði hafn­ar­starf­sem­ina og ný­sköp­un­ar­starfið.“

Eitt­hvað al­veg sér­stakt virðist ger­ast þegar fyr­ir­tæki hóp­ast sam­an í klasa og seg­ir Þór sér­stak­lega áhuga­vert að sjá þá dýna­mík sem mynd­ast hef­ur inn­an Íslenska sjáv­ar­klas­ans þegar fyr­ir­tæki af ólík­um stærðum og ólík­um gerðum eru und­ir sama þak­inu. Nýj­ar hug­mynd­ir verða til, sam­starf fyr­ir­tækja tek­ur á sig mynd sem eng­inn hefði getað séð fyr­ir og grein­ar sem í fyrstu gætu virst óskyld­ar finna sam­eig­in­lega snertifleti. „Reglu­lega ber­ast mér til eyrna skemmti­leg­ar sög­ur af sam­starfs­verk­efn­um sem hóf­ust með því að leiðir fólks lágu sam­an inni á kaffi­stofu þar sem menn fóru að ræða mál­in,“ seg­ir Þór og bend­ir á að allt önn­ur orka verði til í klasa en t.d. með reglu­legu funda- og ráðstefnu­haldi. „Þegar fólk er á sama staðnum þá hjálp­ar það til að skapa traust og hvet­ur til sam­skipta, og greiðir þannig fyr­ir sam­starfi á milli fyr­ir­tækja.“ 

Mögu­leik­ar í ráðgjöf

Þór kem­ur auga á sókn­ar­færi á ótal sviðum og seg­ir þá miklu ný­sköp­un sem á sér stað í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi ekki bara geta nýst grein­inni hér á landi held­ur líka skapað ómæld verðmæti er­lend­is. „Með þeirri þekk­ingu sem við búum yfir get­um við hjálpað við að auka lífs­gæði fólks í öðrum lönd­um, aukið um­hverfis­vit­und og gæðavit­und,“ seg­ir hann. „Aug­ljós­asta tæki­færið snýr að því að nýta afl­ann bet­ur en víða úti í heimi er það helsti vandi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hve mikið af fisk­próteini fer til spill­is og fyll­ir sorp­hauga frek­ar en að vera gert að vöru sem selja mætti fyr­ir gott verð.“

Grun­ar Þór að næsta vaxt­ar­svið sjáv­ar­út­vegs­ins gæti ein­mitt verið alþjóðleg ráðgjöf. „Við heyr­um frá Nor­egi að þar er bú­ist við að ráðgjaf­arþjón­usta verði sú hlið fisk­eld­is­ins sem muni vaxa hraðast á kom­andi árum. Ísland hef­ur alla burði til að gera það sama og höf­um við til þessa sinnt því lítið að bjóða er­lend­um aðilum upp á beina ráðgjöf s.s. um full­vinnslu sjáv­ar­af­urða. Á þessu sviði erum við al­veg á byrj­un­ar­reit og stór tæki­færi bíða okk­ar.“

mbl.is