Vill stækka verulega

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi HB Granda.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi HB Granda. Kristinn Magnússon

„Ég vildi að HB Grandi yrði í 12% kvótaþak­inu að minnsta kosti. En það er fleira sem þarf að ger­ast. Við mun­um án efa leita sam­starfs við sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í ná­granna­lönd­un­um og víðar. Og þá vilj­um við líka fjár­festa í sölu- og markaðsfyr­ir­tæki er­lend­is. Fé­lagið er að byrja vinnu við nýja stefnu­mót­un í þess­um anda.“ Þannig lýs­ir Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri og stærsti eig­andi HB Granda, at­b­urðarás­inni sem leiddi til þess að stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins ákváðu að ganga ekki að yf­ir­töku­til­boði hans á fyr­ir­tæk­inu fyrr á þessu ári.

Guðmund­ur seg­ir að HB Grandi sé vel í stakk bú­inn til að ráðast í frek­ari fjár­fest­ing­ar. Það sé m.a. kost­ur þess að hafa fé­lagið skráð á markað að aðgengi að láns­fé á góðum kjör­um sé auðsótt.

Hlut­laust mat á verðmæt­inu

Í ít­ar­legu viðtali á miðopnu ViðskiptaMogg­ans í dag ræðir Guðmund­ur um kaup­in á HB Granda, for­stjóra­skipt­in og þá framtíðar­sýn sem hann hef­ur fyr­ir hið sögu­fræga út­gerðarfé­lag. Hann gef­ur ekk­ert fyr­ir gagn­rýni á nýtil­kynnt kaup HB Granda á öllu hluta­fé Ögur­vík­ur en eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins er Brim sem Guðmund­ur er eig­andi að.

„Við erum búin að fá nokk­ur hlut­laus möt á verðgildi Ögur­vík­ur. HB Grandi get­ur ekki verið að kaupa eign­ir af stærsta eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins á ein­hverju yf­ir­verði. Hvort selj­and­inn er að hagn­ast eða tapa á viðskipt­un­um skipt­ir ekki máli í þessu sam­bandi. Það sem skipt­ir máli er að hlut­haf­arn­ir séu sátt­ir.“ Stjórn fé­lags­ins mun taka kaup­in til um­fjöll­un­ar á fundi sem boðaður hef­ur verið í dag en Guðmund­ur ít­rek­ar að þá eigi hlut­hafa­fund­ur einnig eft­ir að leggja bless­un sína yfir viðskipt­in og þá verði ákvörðunin í kjöl­farið bor­in und­ir Sam­keppnis­eft­ir­litið.

Vill aukn­ar heim­ild­ir

Gangi kaup­in á Ögur­vík eft­ir verður afla­mark HB Granda 11,19% en lög­um sam­kvæmt má það ekki fara yfir 12%. Guðmund­ur seg­ir að fé­lagið þurfi að geta náð meiri hagræðingu út úr rekstr­in­um en það þak set­ur fé­lag­inu.

„Fé­lagið er skráð á markað, í dreifðri eign­araðild og all­ir geta keypt sig inn í það eða selt. Stjórn­völd verða að ákveða hvar markið ligg­ur en ég sæi fyr­ir mér að skráð fé­lag eins og HB Grandi gæti haldið á 20% afla­heim­ild­anna í land­inu.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: