Brim verður Útgerðarfélag Reykjavíkur

Útgerðarfélag Reykjavíkur gerir meðal annars út togarann Guðmund í Nesi …
Útgerðarfélag Reykjavíkur gerir meðal annars út togarann Guðmund í Nesi RE. mbl.is/Alfons Finnsson

Hlut­hafa­fund­ur í Brimi hf. ákvað sl. föstu­dag að breyta nafni fé­lags­ins í Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur hf. Þá hef­ur Run­ólf­ur Viðar Guðmunds­son verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins en Ægir Páll Friðberts­son lét af starfi fram­kvæmda­stjóra í gær þegar hann tók við starfi fram­kvæmda­stjóra hjá HB Granda hf.

Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur ger­ir út skut­tog­ar­ana Guðmund í Nesi RE 13 og Kleif­a­berg RE 70 en þeir fengu sam­tals út­hlutað afla­mark fyr­ir yf­ir­stand­andi fisk­veiðiár sem nem­ur um 15.580 þorskí­gildist­onn­um. Brim var jafn­framt orðið stærsti ein­staki hlut­hafi HB Granda.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: