Hluthafafundur í Brimi hf. ákvað sl. föstudag að breyta nafni félagsins í Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. Þá hefur Runólfur Viðar Guðmundsson verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins en Ægir Páll Friðbertsson lét af starfi framkvæmdastjóra í gær þegar hann tók við starfi framkvæmdastjóra hjá HB Granda hf.
Útgerðarfélag Reykjavíkur gerir út skuttogarana Guðmund í Nesi RE 13 og Kleifaberg RE 70 en þeir fengu samtals úthlutað aflamark fyrir yfirstandandi fiskveiðiár sem nemur um 15.580 þorskígildistonnum. Brim var jafnframt orðið stærsti einstaki hluthafi HB Granda.