Svartsýnisspár gengu ekki upp

Þegar það gerist ár eftir ár, að menn nái ekki …
Þegar það gerist ár eftir ár, að menn nái ekki veiðiheimildunum sínum, þá er sjálfsagt að reyna að slaka aðeins á svo að stofninn verði nýttur, segir Örn Pálsson. mbl.is/Eggert

Breytt­ar regl­ur um strand­veiðar hafa reynst bet­ur en menn þorðu að vona, en eru þó ekki full­reynd­ar. Veiðin hef­ur verið ágæt en slæmt veður hef­ur víða komið í veg fyr­ir eða tafið fyr­ir að menn nái að nýta daga sína til fulls, stund­um jafn­vel ekki fyrr en í lok mánaðar.

Strand­veiðitíma­bil­inu lauk 31. ág­úst og seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, það ánægju­efni að menn hafi nú á öll­um svæðum haft all­an ág­úst­mánuð til veiða, ólíkt því sem áður var.

„Á síðasta ári lauk veiðum 15. ág­úst á A-svæði. B- og C-svæði lokuðust svo 17. ág­úst. En nú eru öll svæðin opin til ág­ústloka,“ seg­ir hann. „Það mun­ar líka um verðin á fisk­mörkuðum sem hafa verið mun betri en í fyrra.“

Breyt­ing­arn­ar sem gerðar voru á fyr­ir­komu­lagi strand­veiða komu bet­ur út en menn höfðu getað ímyndað sér, að sögn Arn­ar. Í ljósi þess­ar­ar reynslu eigi fátt að vera því til fyr­ir­stöðu að stjórn­völd samþykki kröfu LS um 4 daga í viku allt strand­veiðtíma­bilið.

Í sumar hafa 544 bátar verið gerðir út á strandveiðar, …
Í sum­ar hafa 544 bát­ar verið gerðir út á strand­veiðar, þar af 205 á svæði A sem er við vest­an­vert landið. Um það mun­ar á Snæ­fellsnesi og Vest­fjörðum. mbl.is/​Sig­urður Ægis­son

Veiðar yrðu ekki stöðvaðar

„Ég heyri í mönn­um núna sem voru mjög óánægðir í vor, en eru nú sátt­ir,“ seg­ir Örn. „Auðvitað var fundið mest að því ef afl­inn myndi ekki duga þá yrði lokað fyr­ir veiðarn­ar í ág­úst, en jafn­vel þeir svart­sýn­ustu spáðu að það yrði í júlí. Það gerðist hins veg­ar ekki, af­gang­ur verður sem nýt­ist okk­ur þá von­andi á næsta ári.“

Örn seg­ir líka að gætt hafi óánægju á meðal þeirra sem róið höfðu í yfir 48 daga áður en fyr­ir­komu­lag­inu var breytt. „En þeir hafa samt sem áður að mestu sætt sig við þetta, það sé viss jöfnuður í gangi, jafn­marg­ir dag­ar á öll­um svæðum.“

Krafa sam­bands­ins hafi verið sú að tryggt væri að veiðarn­ar yrðu ekki stöðvaðar þó afl­inn færi fram yfir viðmið.

„Í sum­ar hef­ur tíðin verið mönn­um óhag­stæð og gert veiðarn­ar erfiðari og haft áhrif á af­komu þeirra. Ef við hefðum hins veg­ar séð eitt­hvert blíðviðri og sama fjölda á veiðum og í fyrra eða jafn­vel fleiri hefði það getað gerst að menn færu fram yfir. Við slík­ar aðstæður þarf að taka til­lit til þess að hand­færa­veiðar eru meira háðar sveifl­um í nátt­úr­unni en aðrar veiðar.“

Örn seg­ir að í haust verði farið yfir breyt­ing­arn­ar, og reynsl­an notuð til að þróa strand­veiðikerfið til enn betri veg­ar.

Fengu bylm­ings­högg í vor

Annað er það sem Örn vill gjarn­an að skoðað verði til hlít­ar í haust, og þótt fyrr hefði verið, en það eru veiðigjöld­in sem lagst hafa þungt á smá­ar og meðal­stór­ar út­gerðir í land­inu að und­an­förnu.

„Það voru okk­ur gríðarleg von­brigði að veiðigjöld­in yrðu ekki lækkuð hjá þess­um út­gerðum. Það lá nokkuð ljóst fyr­ir að ekki yrði samstaða í póli­tík­inni um að lækk­un­in næði til allra út­gerðarflokka. Við töld­um því fyr­ir víst að sveigt yrði fram­hjá þeim ágrein­ingi með þess­ari þrepa­skiptu leið – að ein­blína á smáu og meðal­stóru út­gerðirn­ar þannig að eng­ar breyt­ing­ar yrðu hjá stærstu út­gerðunum,“ seg­ir Örn.

„En sök­um þess hve frum­varpið kom seint fram náðist ekki samstaða um það. Þegar ljóst varð að ekk­ert yrði af þessu var það eins og bylm­ings­högg fyr­ir okk­ar fé­lags­menn.“

Grindavík er ein stærsta verstöð landsins og útgerðarmynstrið fjölbreytt. Oft …
Grinda­vík er ein stærsta ver­stöð lands­ins og út­gerðarmynstrið fjöl­breytt. Oft er stemn­ing þegar landað er. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Færa gjaldið nær rekstr­in­um

Hann seg­ist reikna með að málið verði tekið upp að nýju um leið og Alþingi kem­ur aft­ur sam­an. „Til að skerpa á áhersl­um okk­ar mun­um við funda með sjáv­ar­út­vegs­ráðherra á næst­unni. Þá verður reynt að ná fram þess­um lag­fær­ing­um sem nauðsyn­leg­ar eru, til að út­gerðirn­ar geti lifað af vet­ur­inn. Menn eiga ekki að þurfa að borga veiðigjald sem ekki er í sam­ræmi við fisk­verðið. Það þarf að færa gjaldið nær rekstr­in­um í tíma. Mér finnst eðli­legt að þegar meiri reynsla verði kom­in á gjald­tök­una fær­ist hún í staðgreiðslu. Það yrði auðvitað auðveld­ast og kæmi best út fyr­ir alla.“

Spurður hvort hann bú­ist við að vænt­an­leg leiðrétt­ing verði reiknuð aft­ur­virkt seg­ir Örn að svo sé. „Ég geri ráð fyr­ir því. Það er búið að leggja ákveðnar lín­ur og það er eðli­legt að það taka bolt­ann á þeim stað sem málið var við þinglok, enda all­ir sam­mála því að rekstr­araf­koma smá­báta gaf ekki til­efni til hækk­un­ar um þriggja stafa tölu í þeirra helstu teg­und­um, þorski og ýsu.“

Einnig seg­ir hann sjálfsagt að taka til­lit til mis­mun­andi veiða.

„Smá­bát­um sem eru á króka­afla­marki er óheim­ilt að nota önn­ur veiðarfæri en línu og hand­færi. Þó það sé ekki nema bara af þeim sök­um, ætti veiðigjaldið að vera mun lægra á þá báta. Við telj­um okk­ur eiga þarna tölu­vert inni til að ná fram lækk­un­um.“

Ufs­inn ekki nýtt­ur til fulls

Axel Helga­son, formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, hef­ur áður vakið at­hygli á því að á hverj­um fisk­veiðiára­mót­um brenni inni afla­heim­ild­ir í ufsa upp á nokk­ur þúsund tonn. Smá­báta­fé­lagið Hrol­laug­ur á Hornafirði hef­ur sagt að sú staðreynd sé í þeirra aug­um al­var­legt brott­kast á at­vinnu­tæki­fær­um og verðmæta­sköp­un þjóðar­inn­ar.

Örn seg­ir að þetta sjón­ar­mið gildi enn.

„Ufs­inn hef­ur ekki verið nýtt­ur til fulls und­an­far­in ár bæði vegna þess að hann hef­ur ekki gefið sig nægj­an­lega vel og einnig út af því að verðið hef­ur verið lágt. Verðið á hand­færa­veidd­um ufsa er þó aðeins tekið að hækka og ég ætla að vona að hann fari að færa okk­ur al­menni­leg­ar tekj­ur,“ seg­ir Örn.

„En þegar það ger­ist ár eft­ir ár, að menn nái ekki veiðiheim­ild­un­um sín­um, þá er sjálfsagt að reyna að slaka aðeins á svo að stofn­inn verði nýtt­ur. Það rík­ir al­veg jafn mik­il skylda til að nýta veiðiheim­ild­irn­ar til fulls og að ekki sé veitt um­fram ráðgjöf.“

Á nýhöfnu fisk­veiðiári mun sam­bandið einnig leggja áherslu á að styrkja línuíviln­un­ina og ná fram breyt­ing­um á byggðakvóta að sögn Arn­ar. „Við vilj­um að hún nái til allra dagróðrar­báta. Svo lít­um við líka til byggðakvót­ans, en við vilj­um að hann verði ein­göngu nýtt­ur af dagróðrar­bát­um.“

Viðbót­arkvót­inn reynst vel

Enn rík­ir óánægja með að mak­ríl­veiðarn­ar hafi verið kvóta­sett­ar. „Ég er sann­færður um að það hef­ur orðið til þess að færri stunda veiðarn­ar og við verðum þar með af veiði. Ef þetta hefði verið frjáls­ara og tími gef­inn til að þróa veiðikerfið, þá hefðu fleiri smá­bát­ar farið á mak­ríl.“

Í gildi er bráðabirgðaákvæði um viðbót­arkvóta fyr­ir smá­báta­sjó­menn sem reynst hef­ur kvóta­laus­um mak­ríl­bát­um afar vel. „Að óbreyttu verður hann ekki leng­ur í boði og mun LS leggja áherslu á að ákvæði um hann verði lög­fest og veiðiheim­ild­ir þar aukn­ar.“

Viðtalið birt­ist fyrst í sér­stöku sjáv­ar­út­vegs­blaði 200 mílna og Morg­un­blaðsins, sem fylgdi blaðinu laug­ar­dag­inn 1. sept­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: