„Auðvitað gekk ýmislegt á“

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

„Það er ánægjulegt að sjá þennan vilja til að fjárfesta í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við 200 mílur um kaup FISK-Seafood á öllum hlut Brims hf. í Vinnslustöðinni.

Um er að ræða þriðjung alls hluta­fjár í Vinnslu­stöðinni og nem­ur kaup­verðið 9.400.000.000 krón­um, eins og greint var frá fyrr í dag.

Spennandi tækifæri

Íris sat áður í stjórn Vinnslustöðvarinnar en sagði sig úr stjórninni eftir að hún var kjörin til að gegna starfi bæjarstjóra í vor.

„Það hafa náttúrulega verið deilur í kringum félagið og auðvitað gekk ýmislegt á, á meðan ég sat í stjórn með Guðmundi, en núna á ég ekki von á öðru en að menn komi inn í þetta með opnum huga og líti á þetta sem spennandi tækifæri í fyrirtæki sem er í góðum rekstri,“ segir Íris.

mbl.is