Kynntu íslenskar lausnir í Rússlandi

Frá íslenska básnum á sýningunni.
Frá íslenska básnum á sýningunni. Ljósmynd/Íslandsstofa

Íslands­stofa, í sam­vinnu við sendi­ráð Íslands í Rússlandi, tók á dög­un­um þátt í alþjóðlegu sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni Global Fis­hery For­um & Sea­food Expo Russia í Sankti Pét­urs­borg.

Þetta kem­ur fram á vef stof­unn­ar, þar sem seg­ir að hún hafi staðið fyr­ir svo­kölluðum þjóðarbás með tíu ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um í sjáv­ar­út­vegs­tækni. Auk þeirra tóku þátt í sýn­ing­unni á eig­in veg­um fyr­ir­tæk­in Kapp, Mar­el, Skipa­sýn og Sæplast.

Á básn­um kynntu fyr­ir­tæk­in hug­vits­sam­ar lausn­ir og þjón­ustu und­ir merkj­um Íslands og Sea Tech Soluti­ons. Á sýn­ing­unni gafst einnig gott tæki­færi til að mynda ný viðskipta­tengsl og styrkja þau sem fyr­ir voru, að því er seg­ir á vef stof­unn­ar.

Íslensku fyr­ir­tæk­in sem tóku þátt á þjóðarbás Íslands voru Borgarplast, Brimrún, D-Tech, Frost, Knarr; Nautic, Naust Mar­ine, Pol­ar Doors, Skag­inn 3X, Skipa­tækni og Valka.

Sam­hljóm­ur er sagður hafa verið um að tals­verð tæki­færi séu fyr­ir ís­lenska sjáv­ar­út­vegs­tækni á rúss­nesk­um markaði og mál manna mun vera að vel hafi tek­ist til hjá ís­lensku fyr­ir­tækj­un­um á sýn­ing­unni, en nokk­ur af þeim hafa þegar komið sér vel fyr­ir á Rúss­lands­markaði.

„Á KNARR-básn­um fór m.a. fram form­leg opn­un á Nautic Rus, rúss­neskri verk­fræðistofu á sviði skipa­hönn­un­ar sem ís­lenska fyr­ir­tækið Nautic ehf. eignaðist ráðandi hlut í fyrr á ár­inu. Í til­efni opn­un­ar­inn­ar klipptu Berg­lind Ásgeirs­dótt­ir, sendi­herra Íslands í Rússlandi, og Al­freð Tul­inius stjórn­ar­formaður á borða á sýn­ing­unni til að marka form­lega opn­un Nautic Rus,“ seg­ir á vef stof­unn­ar.

Íslenski hóp­ur­inn tók jafn­framt þátt í ráðstefnu­hluta sýn­ing­ar­inn­ar. Sendi­ráð Íslands í Moskvu og Íslands­stofa höfðu þar um­sjón með skipu­lagn­ingu smærri viðburðar þar sem hluti ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar kynnti vör­ur sín­ar og þjón­ustu auk þess taka þátt í pall­borðsum­ræðum. Meðal ræðumanna voru m.a. Al­freð Tul­inius hjá Nautic Rus, og Jón­as Tryggva­son hjá KNARR.

mbl.is