Vænta góðs samstarfs eftir kaupin

Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood.
Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Jón Eðvald Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri FISK-Sea­food ehf., seg­ir fyr­ir­tækið sjá mik­il tæki­færi í rekstri Vinnslu­stöðvar­inn­ar. 200 míl­ur greindu fyrr í dag frá kaup­um FISK á öll­um hlut Brims hf. í út­gerðinni, fyr­ir 9,4 millj­arða króna.

„Það hef­ur verið mik­il umræða um að Brim hygðist selja þenn­an eign­ar­hlut, og í fram­hald­inu fór­um við í viðræður um þessi kaup,“ seg­ir Jón Eðvald í sam­tali við 200 míl­ur.

Tek­ur hann fram að hjá FISK hafi menn vænt­ing­ar um gott og far­sælt sam­starf við aðra eig­end­ur og stjórn­end­ur Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Ýmsir mögu­leik­ar á sam­vinnu

Spurður um þau tæki­færi sem FISK sjái í Vinnslu­stöðinni seg­ir Jón að horft sé á upp­sjáv­ar­geir­ann.

„FISK hef­ur lengi haft áhuga á að tengj­ast með eign­ar­leg­um hætti fyr­ir­tæki sem er í veiðum og vinnslu á upp­sjáv­ar­fiski,“ seg­ir hann. 

„Við náum því með þess­um kaup­um, en ekki síður finnst okk­ur þetta spenn­andi fyr­ir­tæki til að eiga í, og við telj­um að til staðar séu ýms­ir mögu­leik­ar á sam­vinnu þess­ara tveggja sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja.“

mbl.is