Grunaður um alvarlegt brot á samkeppnislögum

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi HB Granda. Samkeppniseftirlitið gerir …
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi HB Granda. Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti hans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sam­keppnis­eft­ir­litið ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við viðskipta­hætti Guðmund­ar Kristjáns­son­ar, aðal­eig­anda Brims og HB Granda, að því er fram kem­ur í Frétta­blaðinu í dag.

Fram kem­ur í bréfi Sam­keppnis­eft­ir­litsims, sem Frétta­blaðið seg­ist hafa und­ir hönd­um, að reyn­ist frummat stofn­un­ar­inn­ar á rök­um reist þá sé um að „al­var­leg brot“ á sam­keppn­is­lög­um að ræða. Er m.a. sagt að það kunni að leiða til brota á sam­keppn­is­lög­um að aðal­eig­andi Brims sé for­stjóri HB Granda. Guðmund­ur tók við sem for­stjóri HB Granda í júní eft­ir kaup í fyr­ir­tæk­inu vor.

Þá seg­ir í bréf­inu að sú staða að aðal­eig­andi Brims sitji í stjórn Vinnslu­stöðvar­inn­ar, sem hann átti þriðjungs­hlut í þar til í gær, kunni að leiða til sam­keppn­is­brota. Það sé var­huga­vert í sam­keppn­is­legu til­liti að sami aðili og eigi allt hluta­fé í einu fé­lagi, sé á sama tíma for­stjóri fé­lags á sama markaði og stjórn­ar­maður í því þriðja.

mbl.is