Bein aðför að smábátaútgerð

Umræddar tillögur er að finna í lokaskýrslu starfshóps sem hafði …
Umræddar tillögur er að finna í lokaskýrslu starfshóps sem hafði það verkefni að gera faglega heildarendurskoðun á regluverki varðandi notkun veiðarfæra, veiðisvæða og verndunarsvæða á Íslandsmiðum. mbl.is/Sigurður Bogi

For­menn þriggja svæðis­fé­laga Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda hafa harðlega gagn­rýnt til­lög­ur um að banna hand­færa­veiðar á til­tekn­um svæðum í Faxa­flóa og Breiðafirði. Á heimasíðu LS er haft eft­ir for­mönn­um fé­lag­anna á Akra­nesi og í Reykja­vík að það úr til­lög­un­um sem eigi við um Faxa­flóa sé bein aðför að smá­báta­út­gerð frá Akra­nesi og Reykja­vík. Kæmu þær til fram­kvæmda yrðu það enda­lok þessa út­gerðarforms við Faxa­flóa, svo al­var­legt væri málið.

For­menn fé­lag­anna í Reykja­vík og á Akra­nesi segja að lok­an­ir veiðisvæða vegna hand­færa­veiða eigi aldrei rétt á sér. Hand­færa­veiðar séu ekki og geti ekki orðið vanda­mál sem vinni gegn upp­bygg­ingu fiski­stofna á Íslands­miðum. Þá hef­ur Snæ­fell – fé­lag smá­báta­eig­enda á Snæ­fellsnesi, mót­mælt til­lög­un­um.

Gætu koll­varpað áætl­un­um

Um­rædd­ar til­lög­ur er að finna í loka­skýrslu starfs­hóps sem hafði það verk­efni að gera fag­lega heild­ar­end­ur­skoðun á reglu­verki varðandi notk­un veiðarfæra, veiðisvæða og vernd­un­ar­svæða á Íslands­miðum. Fjallað var um skýrsl­una í Morg­un­blaðinu á miðviku­dag og kom þar fram að lagt er til að 13 veiðisvæðum á grunn­slóð við landið verði lokað.

Á heimasíðu LS eru fé­lags­menn hvatt­ir til að kynna sér inni­hald skýrsl­unn­ar þar sem ein­staka til­lög­ur hóps­ins, kom­ist þær í fram­kvæmd, geta hæg­lega koll­varpað framtíðar­plön­um smá­báta­eig­enda.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: